Hér fyrir neðan eru tilkynningar um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum.
Samnýting framkvæmda getur t.d. verið í boði samkvæmt lögum um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta nr.125/2019, samkvæmt skilmálum í samningum fjarskiptasjóðs við sveitarfélög vegna ljósleiðaravæðingar. eða samkvæmt kvöðum sem Fjarskiptastofa hefur lagt á í kjölfar markaðsgreiningar.
Míla í samstarfi við Fjarðabyggð leggur ljósleiðara í þéttbýlum Fjarðabyggðar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Neskaupstað, á Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.
Bæði er um að ræða skurðvinnu og ídrátt í fyrirliggjandi rör. Framkvæmdatími er sumar 2025, júní til september. Framkvæmdin var auglýst á vef Mílu þann 31. janúar 2025. Sömuleiðis var framkvæmdin auglýst á heimasíðu Húnaþings vestra 18. febrúar 2025. Gefinn er 30 daga frestur til að óska eftir samnýtingu eða til og með 20. mars 2025. Tengiliður hjá Húnaþingi vestra er Þorgils Magnússon sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Beiðnum um samnýtingu skal beina til Mílu, mila@mila.is
Áformað er að framkvæmdir hefjist í Ólafsvík og Hellissandi næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessarar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdatímans.
Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Skagafjörður var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. Áformað er að framkvæmdir fari fram sumarið 2025 á tímabilinu júní til október. Nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdinni skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdartímans.
Um er að ræða framkvæmdir í Sandgerði og Garði. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu á slóðinni: https://www.mila.is/framkvaemdaaaetlanir. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Suðurnesjabær var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. Áformað er að framkvæmdir hefjist í bæjarkjörnunum næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdartímans.
Míla í samstarfi við Bláskógabyggð leggur ljósleiðara innan þéttbýlisins í Laugarási á árinu 2025. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu á slóðinni: Laugarás - Míla Framkvæmdin er styrkt af Fjarskiptasjóði í tengslum við átak um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Bláskógabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk slíkan styrk. Áformað er að framkvæmdir hefjist í Laugarási næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdatímans.
Míla í samstarfi við Vesturbyggð hyggst leggja ljósleiðara í þéttbýli Vesturbyggðar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir á Patreksfirði. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Vesturbyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. Áformað er að framkvæmdir hefjist í tilgreindum bæjarkjarna næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdartímans. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu og á vef Vesturbyggðar.
Míla í samstarfi við Húnaþing vestra leggur ljósleiðara á Hvammstanga sumarið 2025. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Framkvæmdatími er sumar 2025, júní til september. Framkvæmdin var auglýst á vef Mílu þann 26. mars 2025. Sömuleiðis var framkvæmdin auglýst á heimasíðu Húnaþings vestra 27. mars 2025. Gefinn er 30 daga frestur til að óska eftir samnýtingu eða til og með 26. apríl 2025. Tengiliður hjá Húnaþingi vestra er Þorgils Magnússon sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Beiðnum um samnýtingu skal beina til Mílu, mila@mila.is
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur samið við Mílu um framkvæmdir innanbæjar á Höfn. Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026.Sveitarfélagið Hornafjörður var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda Um er að ræða blöndu af plægingu og skurðgreftri Áætalað er að hefja framkvæmdir um miðjan mai 2025.