Hoppa yfir valmynd

Tilkynning öryggisatvika

Fjarskiptafyrirtækjum ber að tilkynna öryggisatvik til CERT-IS og Fjarskiptastofu, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga um fjarskipti nr. 70/2022.

Fjarskiptafyrirtæki sem rekur almennt fjarskiptanet eða veitir almenna fjarskiptaþjónustu skal án tafar tilkynna öll alvarleg öryggisatvik sem ógna öryggi eða virkni almennra fjarskiptaneta eða almennrar fjarskiptaþjónustu. Við mat á alvarleika öryggisatvika ber að horfa til 2. mgr. 80. gr. fjarskiptalaganna.

Til viðbótar þá ber fjarskiptafyrirtækjum að tilkynna Fjarskiptastofu um öryggisatvik þar sem hætta er á að öryggi eða leynd upplýsinga á fjarskiptanetum verði rofin eða ef til rofs hefur komið, sbr. 3. mgr. 80. gr. fjarskiptalaga.

Senda skal allar tilkynningar á netfangið oryggisatvik@fjarskiptastofa.is

Tilkynna öryggisatvik