Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir
 • Númer

  10/2021

 • Heiti

  Krafa Símans um aðgang að efni Viaplay

 • Dagsetning

  23.12.2021

 • Málsaðilar

  Síminn hf.

 • Málaflokkur

  Fjölmiðlar

 • Lagagrein

  45. gr. Flutningsréttur á myndefni.,6. gr. Ráðstafanir gagnvart fjölmiðlaveitum sem miðla myndefni og heyra undir lögsögu annarra EES-ríkja.,4. gr. Lögsaga yfir fjölmiðlaveitum sem miðla myndefni.

 • Reifun

  Fjarskiptastofu (FST) barst erindi frá Símanum með kröfu um aðgang að tilteknu myndefni sem sænska efnisveitan Viaplay hefur sýningarrétt á. Var krafan byggð á 45. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Efnisveitan Viaplay er skráð fjölmiðlaveita í Svíþjóð. Var það niðurstaða Fjarskiptastofu, að fengnu áliti Fjölmiðlanefndar, að flutningsreglur íslenskra fjölmiðlalaga næðu ekki til efnisveitu sem er skráð fjölmiðlaveita utan lögsögu Íslands. Var kröfu Símans því vísað frá. 

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl