Númer
03/2022
Heiti
Kæra á ákv. FST nr. 1/2022 um framkvæmd fjárhaglegs aðskilnaðar hjá Ljósleiðaranum ehf.
Dagsetning
13.07.2022
Málaflokkur
Annað
Lagagreinar
- gr. Aðskilnaður sérleyfisstarfsemi frá fjarskiptastarfsemi.
Reifun
Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 1/2022 lauk úttekt á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans ehf. innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á grundvelli 36. gr. fjarskiptalaga. Úttektin tók til rekstraráranna 2018-2020. Það var niðurstaða Fjarskiptastofu að fjárhagslegur aðskilnaður OR og Ljósleiðarans, á árunum 2018 til 2020, hafi verið í samræmi við fyrrgreint lagaákvæði. Síminn hf. hafði ýmislegt við forsendur og niðurstöðu Fjarskiptastofu að athuga og kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Í samræmi við kröfu Fjarskiptastofu vísaði nefndin kæru Símans frá á grundvelli aðildarskorts, en félagið var ekki talið eiga beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins.
Skjöl
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð