Númer
4/2022
Heiti
Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 4/2022
Dagsetning
01.12.2022
Málsaðilar
Engir skráðir málsaðilar
Málaflokkur
Rafræn auðkenning og traustþjónustur
Lagagreinar
- gr. Málsmeðferð
Reifun
Í máli úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 4/2022 var hin kærða ákvörðun staðfest með vísan til forsendna hennar. Kærð var niðurstaða Fjarskiptastofu (FST) í ákvörðun nr. 5/2022 um það færi ekki í bága við lög að Auðkenni ehf. gerði sömu kröfur til ólögráða og lögráða til sannprófunar á kennslum við útgáfu rafrænna skilríkja. FST fékk ekki séð að það skilyrði að börn yngri en 18 ára þyrftu að framvísa persónuskilríkjum, sem sannprófun á kennslum, stangaðist á við ákvæði eIDAS reglugerðarinnar, né var sú krafa talin fela í sér brot á lögum nr. 55/2019. Ákvörðun FST var staðfest en úrskurðarnefndin benti á að samkvæmt 5. gr. laga nr. 55/2019 þá ætti hlutaðeigandi kvartandi gagnvart traustþjónustuveitanda ekki endilega aðilastöðu í málinu og að slíkt þyrfti að rökstyðja sérstaklega.
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð