Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir
 • Númer

  9/2021

 • Heiti

  Gjaldskrá Borgarbyggðar fyrir ljósleiðara

 • Dagsetning

  02.12.2021

 • Málsaðilar

  Neyðarlínan ohf.,Ljósleiðari Borgarbyggðar

 • Málaflokkur

  Annað

 • Lagagrein

  17. gr. Kvartanir

 • Reifun

  Neyðarlína ohf. kvartaði til Fjarskiptastofu vegna verðlagningar á aðgangi fyrir fjarskiptafyrirtæki að ljósleiðaraneti Borgarbyggðar, en netið var lagt með stuðningi frá Fjarskiptasjóði. Engin ákvæði í löggjöf veita Fjarskiptastofu valdheimildir til þess að kveða á um efni gjaldskrár fyrir aðgang að fjarskiptanetum af þeirri ástæðu einni að þau hafi notið ríkisaðstoðar. Það fellur því ekki undir lögbundið valdsvið Fjarskiptastofu að taka ákvörðun um verðlagningu aðgangs að því ljósleiðaraneti sem um ræðir í málinu og var kvörtun Neyðarlínunnar því vísað frá.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl