Númer
09/2023
Heiti
Bráðabirgðaákvörðun vegna markaðsgreiningar á mörkuðum 3a og 3b
Dagsetning
15.09.2023
Málsaðilar
Málaflokkur
Markaðsgreiningar - samkeppnismál
Lagagreinar
- gr. Heimild til bráðabirgðaákvörðunar
Reifun
Á grundvelli frumniðurstöðu markaðsgreiningar á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum, sem birt var þann 15. september 2023, þótti FST rétt að fella niður kvaðir á Mílu hf. í þeim sveitarfélögum sem búa við virka samkeppni að mati stofnunarinnar. Aflétting kvaðanna kæmi til framkvæmdar á því tímamarki sem FST kvæði á um í ákvörðun sinni um endanlega niðurstöðu markaðsgreiningarinnar.
Hins vegar taldi FST nauðsynlegt að viðhalda kvöðum á Mílu hf. að öðru leyti og til bráðabirgða þar til lokaákvörðun um markaðsgreiningu lægi fyrir. Um er að ræða sömu kvaðir og lagðar voru á Mílu hf. með ákvörðun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála frá 29. desember 2021, en í ákvörðuninni var kvöðunum markaður gildistími til 15. september 2023. Tilgangur bráðabirgðaákvörðunarinnar var að eyða óvissu um það réttarástand sem ríkja mun á heimtauga- og bitastraumsmörkuðum við það tímamark að úrskurður úrskurðarnefndar væri að renna sitt skeið.
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð