Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

10/2023

Heiti

Alþjónustuframlag til Neyðarlínunnar ohf. fyrir tiltekið staðfang.

Dagsetning

19.10.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Alþjónusta

Lagagreinar

  1. gr. Fjármögnun alþjónustu

Reifun

Fjarskiptastofu (FST) barst erindi frá Neyðarlínunni þar sem óskað var eftir samþykki fyrir alþjónustukostnaði. Samkvæmt Neyðarlínunni lá fyrir tilboð í lagningu ljósleiðara að lögheimili sem væri umfram hámarkskostnað vegna einstakrar fjarskiptatengingar en fyrirfram samþykkis þarf að afla frá FST í slíkum tilfellum, sbr. ákvörðun nr. 9/2020 um alþjónustuútnefningu Neyðarlínunnar.

Samkvæmt gögnum FST var ekkert eða takmarkað háhraða farnetssamband á svæðinu og því taldi stofnunin að notandinn ætti ekki kost á fullnægjandi farnetsþjónustu. Það var því mat FST að alþjónusta yrði ekki tryggð með öðrum hagkvæmari hætti heldur en Neyðarlínan gerði tillögu um, þ.e.a.s. með lagningu ljósleiðara.

FST samþykkti umsókn Neyðarlínunnar um alþjónustuframlag en aðeins að hluta til. Var það í ljósi hás kostnaðar vegna stakrar fjarskiptatengingar en stofnunin taldi rétt að notandi sjálfur tæki þátt í kostnaðinum, líkt og aðrir notendur í dreifbýli sem hafa notið styrks vegna frá ríkinu í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt eða mögulega sem notendur alþjónustu.  

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð