Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

2/2023

Heiti

Advania á Íslandi ehf. veitt fullgild staða

Dagsetning

30.03.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Rafræn auðkenning og traustþjónustur

Lagagreinar

  1. gr. Eftirlit

Reifun

Fjarskiptastofu barst erindi frá Advania á Íslandi ehf. þann 21. desember 2022, þar sem óskað var eftir að Fjarskiptastofa veiti félaginu fullgilda stöðu til að starfa sem fullgildur traustþjónustuveitandi á sviði rafrænna tímastimpla. Með erindi félagsins fylgdi samræmismatsskýrsla frá samræmismatsstofunni TÜV AUSTRIA. Er það niðurstaða Fjarskiptastofu eftir yfirferð stofnunarinnar á samræmismati félagsins og þeim gögnum sem því fylgdi að veita félaginu fullgilda stöðu til að starfa sem traustþjónustuveitandi á sviði rafrænna tímastimpla. Sú ákvörðun er tekin með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2019, sbr. einnig 2. mgr. 21. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð