Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

21/2015

Heiti

um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (fyrrum markaður 14)

Dagsetning

12.08.2015

Málsaðilar

Málaflokkur

Markaðsgreiningar - samkeppnismál

Lagagreinar

  1. gr. Framkvæmd markaðsgreiningar.

Reifun

 

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið greiningu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14, skv. eldri tilmælum ESA). Um er að ræða þann hluta leigulína sem liggur á milli símstöðva/tengipunkta. Umræddur markaður var síðast greindur með ákvörðun PFS nr. 20/2007 og þá var niðurstaðan sú að bæði Míla og Síminn voru útnefnd sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi markaði og voru viðeigandi kvaðir lagðar á bæði félögin.

Það er niðurstaða PFS nú að Míla eitt fyrirtækja skuli útnefnt með umtalsverðan markaðsstyrk að þessu sinni, þar sem Síminn starfar ekki lengur á viðkomandi markaði eftir sátt Símasamstæðunnar og Samkeppniseftirlitsins frá 2013. Kvöðum verður viðhaldið á Mílu til að stuðla að virkri samkeppni á hinum ýmsu undirmörkuðum fjarskipta sem treysta á aðgang að hinu landsdekkandi stofnleigulínukerfi Mílu í starfsemi sinni.

Megin breytingin frá fyrri ákvörðun á viðkomandi markaði er að nú er hinn landfræðilegi markaður skilgreindur sem landið allt, en í síðustu greiningu var hinum landfræðilega markaði skipt í tvennt, þ.e. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðin hins vegar. PFS telur ekki rök fyrir því að viðhalda slíkri skiptingu.

Tengt efni

Viðauki A - Markaðsgreining
Viðauki B - Niðurstöður úr innanlandssamráði
Viðauki C - Athugasemdir ESA

Ákvörðun nr. 20/2007 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkaði fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14) (Endanlegar ákvarðanir um markaðsgreiningu / Markaðir 7, 13 og 14)