Númer
3/2016
Heiti
Kæra Símans á ákvörðun PFS nr. 3/2016
Dagsetning
21.11.2016
Málsaðilar
Málaflokkur
Fjölmiðlar
Lagagreinar
Engin lög skráð
Reifun
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála staðfesti ákvörðun PFS nr. 3/2016 um að bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011 tæki til hliðraðarar myndmiðlunar (ólínuleg myndmiðlun) ekki síður en til sjónvarpsútsendinga í rauntíma (línulegrar myndmiðlunar).
Málið varðaði ágreining á milli Símans hf. (Síminn) og Fjarskipta hf. (Vodafone) um það hvort ofangreint ákvæði næði einungis til línulegra sjónvarpsútsendinga, eins og Síminn hélt fram, eða jafnframt til ólínulegrar myndmiðlunar, eins og Vodafone hélt fram og fjölmiðlanefnd tók undir í áliti sínu. Ólínuleg (eða hliðruð) myndmiðlun getur falið í sér þjónustuþætti á borð við Tímaflakk/Tímavél og Frelsi í sjónvarpi.
Samkvæmt ákvæðinu er fjölmiðlaveitu óheimilt að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Síminn rekur bæði fjölmiðlaveitu og fjarskiptafyrirtæki. Vodafone taldi að með því að bjóða einungis upp á ólínulega myndmiðlun á efni Sjónvarps Símans á fjarskiptanetum Símasamstæðunnar væri Síminn að brjóta gegn umræddu bannákvæði. Þeir sem áhuga hefðu á að horfa á umrætt myndefni utan hefðbundinna sjónvarpsútsendingatíma gætu ekki gert það á öðrum fjarskiptanetum en fjarskiptanetum Símasamstæðunnar og því gætu viðskiptavinir annarra fjarskiptafyrirtækja þurft að færa viðskipti sín yfir til Símans, sem hefði skaðlegar afleiðingar í för með sér fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði og þar með á hagsmuni neytenda.
Í kjölfar úrskurðarins lægi fyrir PFS að taka málið til frekari skoðunar og leggja í framhaldinu mat á það hvort Síminn hefði með háttsemi sinni brotið gegn umræddri 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga.
Síminn kærði úrskurðinn til Héraðsdóms Reykjavíkur sem með úrskurði þann 20. febrúar 2018 vísaði frá dómi þeirri kröfu stefnanda að úrskurður úrskurðarnefndarinnar yrði felldur úr gildi.
Skjöl
Tengt efni
Ákvörðun PFS nr. 30/2015 - Ágreiningur Símans og Vodafone um gildissvið fjölmiðlalaga um flutning myndefnis - 18. desember 2015