Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir
 • Númer

  3/2021

 • Heiti

  Vegna kröfu Mílu ehf. um frestun réttaráhrifa.

 • Dagsetning

  15.12.2021

 • Málsaðilar

  Míla ehf.

 • Málaflokkur

  Markaðsgreiningar - samkeppnismál

 • Lagagrein

  Engar skráðar lagagreinar

 • Reifun

  Míla kærði ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 5/2021, um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu (markaður 3a) og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur (markaður 3b), til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Á þessu stigi málsins var fjallað um kröfu Mílu um frestun réttaráhrifa hinnar kærðu ákvörðunar í heild, sem og kröfu um frestun réttaráhrifa nánar tiltekinna kvaða. Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu Mílu um frestun réttaráhrifa ákvörðunarinnar í heild, sem og kröfu um frestun réttaráhrifa einstakra kvaða, að öðru leyti en því að fallist var á frestun réttaráhrifa kvaðar um að Míla beri gegn hæfilegu gjaldi að setja upp bitastraumsbúnað á ljósleiðaranetum óskyldra aðila, ef Síminn veitir ekki fjarskiptaþjónustu um bitastraumskerfi slíkra aðila.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl