Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

30/2013

Heiti

um útnefningu Mílu ehf. með skyldu til að veita aðgang að tengingu við almenna fjarskiptanetið og um að ekki sé ástæða til að fella á alþjónustuskyldur í tengslum við aðgang að talsímaþjónustu, aðgang að gagnaflutningsþjónustu, rekstur almenningssíma og þjónustu við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir

Dagsetning

18.12.2013

Málsaðilar

Málaflokkur

Markaðsgreiningar - samkeppnismál

Alþjónusta

Lagagreinar

  1. gr. Réttur til alþjónustu.
  1. gr. Skylda til að veita alþjónustu.

Reifun

 

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur útnefnt Mílu ehf. með skyldu til að veita aðgang að tengingu við almenna fjarskiptanetið. Útnefningin gildir til 31. júní 2014, með heimild til framlengingar til 31. desember 2014. Ákvörðunin kemur í framhaldi af samráði við hagsmunaaðila sem kallað var eftir.

 

Ástæða hins skamma útnefningartímabils er sú að stofnunin áætlar að birta í byrjun næsta árs umræðuskjal um framtíðarfyrirkomulag þeirra skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið.

 

Jafnframt var það niðurstaða PFS að ekki væri ástæða til að fella á alþjónustuskyldur í tengslum við aðgang að talsímaþjónustu, aðgang að gagnaflutningsþjónustu og reksturs almenningssíma.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð