Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

31/2017

Heiti

Útnefning Mílu ehf. með skyldu til að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið, innan regna um alþjónustu

Dagsetning

29.12.2017

Málsaðilar

Málaflokkur

Alþjónusta

Lagagreinar

  1. gr. Réttur til alþjónustu.
  1. gr. Skylda til að veita alþjónustu.

Reifun

Fjarskiptafyrirtækið Mílu varútnefnt sem alþjónustuveitanda með kvöð um að útvega lögheimilum og vinnustöðummeð heilsárs atvinnustarfsemi tengingu við almenna fjarskiptanetið. Útnefningingildir til 31. desember 2020 með möguleika til framlengingar til 31. desember2022.

 

Í kvöðinni felst m.a. að Mílaehf. skal útvega tengingu og bera við það kostnað sem getur numið allt að 650.000 kr. (ánvsk.) fyrir hverja heimtaug. Ef áætlaðurkostnaður er meiri en 650.000 kr. (án vsk.) skal Míla verða við beiðnum umaðgang, ef umsækjandi samþykkir að greiða þann kostnað sem er umfram 650.000kr., auk almenns stofngjalds samkvæmt gjaldskrá alþjónustuveitandans.

 

Við mótun kvaðarinnar var horfttil þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á undanförnum árum með uppbyggingu ástaðbundnum aðgangsnetum á vegum sveitafélaga víðsvegar um land. Ljóst er aðtilkoma staðbundinna aðgangsneta hefur áhrif á rekstrarforsendur grunnets Míluehf. á viðkomandi svæðum. Ekki er réttlætanlegt, að áliti PFS, aðalþjónustuveitanda sé gert skylt að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetiðí sveitarfélögum þar sem til staðar er fullnægjandi framboð af hálfu annarsaðila á slíkum tengingum.

 

Í ákvörðun stofnunarinnar erhaldið áfram á þeirri braut að afmarka landfræðilegt umfangalþjónustukvaðarinnar eftir því sem kostur er. Með þetta að markmiði er gertráð fyrir að Míla geti með tilkynningu til PFS losað sig undan alþjónustukvöð ítilteknum sveitarfélögum ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:

 

a) Hið staðbundna net í sveitarfélagi hefur a.m.k. 90% útbreiðslu til lögheimila og vinnustaða með heilsárs atvinnustarfsemi innan þess.

 

b) Tengihlutfall staðfanga (lögheimili/vinnustaðir) við net Mílu ehf. innan sveitarfélagsins er komið undir 50%.

 

Þá var í ákvörðuninni jafnframthorft til þess að á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hafa verið kynntarhugmyndir til lagabreytinga á regluumhverfi alþjónustu. Verði umrædd áform umlagasetningu að veruleika, m.a. um að gera alþjónustu óháða tækni þannig aðhægt væri að veita hana með farnetstækni, er ljóst að endurskoða þurfialþjónustuútnefningu Mílu ehf. Af þessum sökum er gerður skýr fyrirvari íákvörðuninni um að PFS áskilji sér rétt til að endurskoða útnefninguna áðurútnefningartímabilið rennur út ef forsendurbreytast verulega, t.d. með nýrri lagasetningu og/eða breytingar á reglugerð umalþjónustu nr. 1356/2007.

Tengt efni