Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

4/2022

Heiti

Alþjónustuframlag vegna Neyðarlínunnar árið 2021

Dagsetning

09.03.2022

Málsaðilar

Málaflokkur

Alþjónusta

Lagagreinar

  1. gr. Réttur til alþjónustu.
  1. gr. Fjárframlög til alþjónustu.

Reifun

Samkvæmt ákvörðun PFS nr. 9/2020 var lögð sú alþjónustukvöð á Neyðarlínuna ohf. að veita síma- og internetþjónustu til lögheimila og vinnustaða í sérstökum tilvikum. Hér er fyrst og fremst átt við lögheimili og vinnustaði sem geta mögulega misst símasamband við lokun almenna talsímakerfisins (PSTN) sem nú stendur yfir, þ.e. staðföng sem ekki búa við nægilega gott farnetsamband. Í umræddri ákvörðun er gert ráð fyrir að Neyðarlínan ohf. geti fengið bættan útlagðan kostnað við að uppfylla kvöðina með alþjónustuframlagi. Í byrjun mars 2022 barst FST umsókn um alþjónustuframlag að upphæð 2.152.301 fyrir uppsetningu á ní fjarskiptateningum á árinu 2021. Með ákvörðun FST nr. 4/2022 var umsókn Neyðarlínunnar ohf. samþykkt.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð