Númer
545/2021
Heiti
Eignarnámsbeiðni Mílu staðfest með dómi Landsréttar
Dagsetning
09.12.2022
Málsaðilar
Málaflokkur
Uppbygging, samnýting, aðgangur o.fl.
Lagagreinar
- gr. Aðgangur að landi og mannvirkjum.
- gr. Eignarnám.
Reifun
Eignarnámsbeiðni Mílu staðfest með dómi Landsréttar.
"Í málinu krafðist A þess að ógilt yrði ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá árinu 2019 um heimild M ehf. til að taka eignarnámi hluta af fasteign A. Í dómi Landsréttar, sem staðfesti héraðsdóm um annað en málskostnað, kom fram að andmælaréttur A hefði verið virtur við undirbúning og töku ákvörðunar samgönguog sveitarstjórnarráðherra um veitingu heimildar til eignarnáms. Jafnframt hefði verið gætt meðalhófs við töku ákvörðunarinnar, auk þess sem ráðherra hefði þá haft undir höndum fullnægjandi upplýsingar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Taldi Landsréttur skilyrði 70. gr. þágildandi laga um fjarskipti nr. 81/2003 hafa verið uppfyllt fyrir þeirri ákvörðun ráðherra að heimila M ehf. tilgreint eignarnám. Var M ehf. því sýknað af kröfum A en málskostnaður látinn falla niður."
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð