Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

7/2023

Heiti

Þjónustuflutningur til Nova án fullnægjandi heimildar

Dagsetning

13.07.2023

Málsaðilar

Málaflokkur

Neytendamál

Lagagreinar

Engin lög skráð

Reifun

FST barst kvörtun frá neytanda er varðaði þjónustuflutning til Nova án fullnægjandi samþykkis.

Nova var beðið um að sýna fram á að skriflegu eða rafrænu samþykki hafi verið aflað fyrir þjónustuflutningnum í samræmi við 11. gr. reglna nr. 1112/2022 um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum. Fyrirtækið hafði hins vegar gengið út frá því að samþykki sem aflað væri í símtali myndi uppfylla þá kröfu.

Það var mat FST að Nova hefði brotið gegn 11. gr. reglna nr. 1112/2022 með því að hefja ferli við númera- og þjónustuflutning þegar hvorki skriflegt né rafrænt samþykki rétthafa hafi legið fyrir.

FST tók einnig til umfjöllunar aðgerðarleysi Nova við að koma upp bótakerfi vegna mistaka eða tafa við númera- og þjónustuflutning og taldi að tilefni væri til þess að beita stjórnsýsluviðurlögum, sbr. k-lið 103. gr. fjarskiptalaga.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð