Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

8/2014

Heiti

um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6)

Dagsetning

06.05.2014

Málsaðilar

Málaflokkur

Markaðsgreiningar - samkeppnismál

Lagagreinar

  1. gr. Framkvæmd markaðsgreiningar.
  1. gr. Umtalsverður markaðsstyrkur.
  1. gr. Kvaðir á fjarskiptafyrirtæki.
  1. gr. Aðgangur að netum og þjónustu.
  1. gr. Gagnsæi.
  1. gr. Jafnræði.
  1. gr. Bókhaldslegur aðskilnaður.
  1. gr. Eftirlit með gjaldskrá.
  1. gr. Aðgangur að leigulínum.

Reifun

 

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6). Niðurstaða PFS er að Míla er áfram með umtalsverðan markaðsstyrk á þessum markaði eins og fyrirtækið var með samkvæmt markaðsgreiningu árið 2007, sbr. ákvörðun PFS nr. 20/2007. Þær kvaðir sem lagðar voru á Mílu með umræddri ákvörðun frá 2007 halda því gildi sínu með tilteknum viðbótum með þessari nýju ákvörðun.

Ákvörðunardrög í máli því sem hér er til umfjöllunar var sent til samráðs við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og aðrar fjarskiptaeftirlitsstofnanir á EES-svæðinu, eins og lög gera ráð fyrir. ESA gerði ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrögin, en gagnrýndi þó þann langa tíma sem leið á milli markaðsgreininga á viðkomandi markaði og þann langa tíma sem það tók Mílu og Símann að uppfylla verðkvöð þá sem lögð var á félögin með framangreindri ákvörðun PFS frá 2007.

Tengt efni

Viðauki A - Markaðsgreining á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína.
Viðauki B - Niðurstöður úr samráði Póst- og fjarskiptastofnunar um frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína.
Viðauki C - Álit ESA.

Ákvörðun nr. 20/2007 um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á smásölumarkaði fyrir lágmarksframboð af leigulínum (markaður 7), heildsölumarkaði fyrir lúkningahluta leigulína (markaður 13) og heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (markaður 14) (Endanlegar ákvarðanir um markaðsgreiningu / Markaðir 7, 13 og 14)