Ákvarðanir
 • Númer

  8/2021

 • Heiti

  Upplýsingar um staðsetningu í almennum fjarskiptanetum

 • Dagsetning

  31.05.2021

 • Málsaðilar

  IMC Ísland ehf.

 • Málaflokkur

  Friðhelgi einkalífs

 • Lagagrein

  43. gr. Upplýsingar um staðsetningu búnaðar.

 • Reifun

  Með ákvörðun PFS nr. 8/2021 kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að IMC hafi brotið gegn 1. mgr. 43. gr. fjarskiptalaga þegar áskrifendur erlends fjarskiptafélags voru látnir upplýsa um staðsetningu sína með merkjasendingum úr íslensku númeri án vitundar þeirra og samþykkis. 

  Notendur geta haft gagn af þjónustum sem staðsetur fjarskiptabúnað þeirra en samkvæmt 1. mgr. 43. gr. fjarskiptalaga er slíkt einungis heimilt ef að samþykki notandans er til staðar eða þegar um ræðir viðurkenndan aðila á sviði neyðarþjónustu, s.s. lögregluna eða slökkvilið, sbr. 2. mgr. 43. gr. fjarskiptalaga. 

  IMC hafði fengið úthlutað númerinu úr íslenska númeraskipulaginu og þar með var félagið ábyrgt fyrir réttri notkun þess. Að mati PFS voru ekki nein haldbær gögn lögð fram sem renndu stoðum undir að áðurnefnd skilyrði væru uppfyllt. PFS leit því svo á að  félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 43. gr. fjarskiptalaga.

 • Staða máls
  Engin staða skráð
 • Tengt efni
  Ekkert tengt efni skráð
 • Skjöl