Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

8/2022

Heiti

Aðgangur að landi í Þykkvabæ

Dagsetning

22.09.2022

Málaflokkur

Lagagreinar

  1. gr. Aðgangur að landi.

Reifun

Ljósleiðarinn ehf. stendur nú að framkvæmdum við að leggja ljósleiðarastreng frá Þorlákshöfn að Landeyjasandi. Fyrirhuguð lega strengsins liggur m.a. um jarðir í Þykkvabænum. Framkvæmdin hefur mætt andstöðu nokkurra landeigenda á svæðinu sem eru ósáttir með samráðsleysi Ljósleiðarans við þá um framkvæmdina, val fyrirtækisins á lagnaleið og töldu þeir í einhverjum tilvikum að bætur eða leiga þyrfti að koma fyrir afnotarétt Ljósleiðarans ehf. af landi þeirra. 

Niðurstaða FST er sú að á Ljósleiðarinn ehf. eigi rétt til aðgangs að landi til að leggja ljósleiðarastreng innan eignarlanda í Þykkvabæ. Í ákvörðun sinni  gerði stofnunin grein fyrir tilgangi að baki sérstöku ákvæði 69. gr. fjarskiptalaga um rétt fjarskiptafyrirtækja til aðgangs að landi til að leggja fjarskiptastrengi og hvaða hagsmunir ákvæðinu er ætlað að vernda. Í þeirri skoðun var m.a. litið til sambærilegs lagaákvæðis í fjarskiptaregluverki ESB. 

FST vísaði til þess að umrætt lagaákvæði fæli í sér almenna takmörkun á eignarrétti sem eigendur þyrftu jafnan að þola bótalaust. Komist var að þeirri niðurstöðu að landeigendur eigi ekki rétt bótum nema að framkvæmdir skilji eftir sig jarðrask sem ekki verði bætt úr án kostnaðar eða ef fjarskiptavirki skerðir með sannanlegum hætti möguleika til landnýtingar. Með tilliti til þeirrar aðferðar sem notuð verður við lagningu strengsins (plæging) og eftir mat á áhrifum á möguleikum til landnýtingar var það álit FST að landeigendur ættu ekki rétt á bótum. 

Þá komst FST að þeirri niðurstöðu að staðlaðir samningsskilmálar sem Ljósleiðarinn ehf. lagði fyrir landeigendur í samráðsferlinu væru ekki í samræmi við 69. gr. fjarskiptalaga.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð