Númer
9/2020
Heiti
Neyðarlínan ohf. útnefnd sem alþjónustuveitandi fjarskiptatenginga fyrir síma- og internetþjónustu í sérstökum tilvikum
Dagsetning
25.09.2020
Málsaðilar
Málaflokkur
Alþjónusta
Lagagreinar
- gr. Skylda til að veita alþjónustu.
Reifun
Þann 1. október 2020 hóf Síminn hf. lokun á PSTN kerfinu í fyrsta áfanga. Um er að ræða gamla rásaskipta talsímakerfið (PSTN) sem þjónað hefur landsmönnum síðast liðna áratugi. Notendur tengjast með koparþræði og nær kerfið til yfir 99% heimila í landinu.
Í einstaka tilfellum eru heimili ekki með tengingu, s.s. ljósleiðara eða stutta koparheimtaug, sem getur borið stafræna símaþjónustu eða nothæfa internetþjónustu. Í þeim tilvikum þarf að tryggja slíka tengingu, t.d. yfir örbylgju, gervihnött eða með því að gera ráðstafanir til að móttaka og magna farsímamerki, ef þess hefur verið kostur.
Við lokun Símans hf. á talsímakerfinu, sökum aldurs og ástands þess, er fyrirséð að nokkur heimili muni bætast við þann hóp heimila sem gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að koma upp fjarskiptasambandi við. Tekið skal fram að samkvæmt spálíkönum Símans hf., sem PFS hefur prófað, að þá eru ekki fyrirséð að nein lögheimili og/eða vinnustaðir með heilsárs atvinnustarfsemi missi allt fjarskiptasamband við lokun talsímakerfisins í þessum fyrsta áfanga.
Til að bregðast við þeirri stöðu sem framundan er hefur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákveðið að útnefna Neyðarlínuna ohf. sem alþjónustuveitanda fjarskiptatenginga fyrir síma- og internetþjónustu í þessum sérstöku tilvikum. Verður hlutverk Neyðarlínunnar að hafa umsjón með að slíkar tengingar verði settar upp ef þörf er á og að slíkt verði gert í samstarfi við önnur fjarskiptafyrirtæki eftir því sem kostur er.
Tengt efni
Ekkert tengt efni skráð