Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

11/2022

Heiti

Auðkenni ehf. hefur verið veitt fullgild staða til að starfa sem traustþjónustuveitandi á sviði rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla

Dagsetning

26.10.2022

Málsaðilar

Málaflokkur

Rafræn auðkenning og traustþjónustur

Lagagreinar

Engin lög skráð

Reifun

Fjarskiptastofu barst erindi frá Auðkenni ehf. þann 28. janúar sl., þar sem óskað var eftir að Fjarskiptastofa veiti Auðkenni ehf. fullgilda stöðu til að starfa sem fullgildur traustþjónustuveitandi á sviði rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla. Með erindi félagsins fylgdu þrjár samræmismatsskýrslur frá samræmismatsstofunni TÜV AUSTRIA. Fyrsta samræmismatið er fyrir fullgild vottorð fyrir rafræna undirskrift á auðkenniskorti og sim-korti í farsíma, annað varðar fullgild vottorð fyrir rafræna undirskrift í Auðkennisappi og það þriðja tekur til fullgildra vottorða fyrir rafræn innsigli.

Með ákvörðun nr. 11/2022 er staðfest sú niðurstaða Fjarskiptastofu, eftir yfirferð stofnunarinnar á samræmismati félagsins, að veita því fullgilda stöðu til að starfa sem traustþjónustuveitandi á sviði rafrænna undirskrifta og rafrænna innsigla. Sú ákvörðun er tekin með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2019, sbr. einnig 2. mgr. 21. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 910/2014.

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð