Hoppa yfir valmynd
Ákvarðanir

Númer

12/2022

Heiti

Rétthafabreyting á símanúmeri

Dagsetning

14.11.2022

Málsaðilar

Engir skráðir málsaðilar

Málaflokkur

Númer og kóðar

Lagagreinar

  1. gr. Númeraflutningur.

Reifun

FST barst kvörtun um að fjarskiptafyrirtæki hafi gert rétthafabreytingu á símanúmeri án samþykkis kvartanda. Kvartandi hafði stuttu áður fengið númerið flutt af fyrirtæki og yfir á sig. Fjarskiptafyrirtækið vildi meina að að það hafi ekki verið gert með réttum hætti, án samþykkis fyrirtækisins og ekki í samræmi við reglur nr. 617/2010. Því hefði rétthafabreytingin verið bakfærð. Sökum þess að ótvírætt samþykki fyrir rétthafabreytingu, skv. 10. gr. reglna nr. 617/2010 um þjónustu- og númeraflutning, lá ekki fyrir var það niðurstaða FST að flutningurinn hafi ekki verið í samræmi við reglurnar og að fyrirtækið væri réttmætur rétthafi símanúmersins. 

Tengt efni

Ekkert tengt efni skráð