Fréttasafn
29. nóvember 2024
Innköllun snjóðflóðaýla frá PIEPS
Nánar
Fjarskiptastofa vekur athygli á innköllun á PIEPS Pro IPS og PIEPS SET PRO IPS snjóðflóðaýla frá austuríska fyrirtækinu PIEPS.
22. nóvember 2024
Framlengdur frestur vegna samráðs um stefnumótun um áreiðanleg og áfallaþolin net
Nánar
Fjarskiptastofa hefur framlengt frest til að skila inn umsögnum vegna verkefnisins Samráð um stefnumótun um áreiðanleg og áfallaþolin net til 15. desember 2024. Engir frekari frestir verða veittir.
14. nóvember 2024
Fjarskiptastofa tekur þátt í Vöruvaktinni
Nánar
Í dag opnar Vöruvaktin, nýr vefur sem nýtast á neytendum til að þeir geti betur varast gallaðar og hættulegar vörur. Þar getur til dæmis verið um að ræða raftæki, fatnað, snyrtivörur, leikföng og öryggisbúnað barna. Að Vöruvaktinni standa níu stofnanir sem sinna eftirliti vörum sem eru seldar á markaði hérlendis.
13. nóvember 2024
Ákvörðun Fjarskiptastofu um lagningu ljósleiðara yfir einkalóð án leyfis eiganda.
Nánar
Þann 31. október sl. tók Fjarskiptastofa ákvörðun nr. 12/2024 í kvörtunarmáli á hendur Ljósleiðaranum ehf., þar sem kvartandi taldi Ljósleiðarann ehf. hafa lagt ljósleiðara á lóð kvartanda í leyfisleysi og án samráðs um val á lagnaleið.
12. nóvember 2024
Ágreiningur um kostnað vegna neyðarboða
Nánar
Almennu fjarskiptanetin eru ekki sérstaklega skilgreind sem neyðarfjarskiptakerfi í lögum en þó er ljóst út frá væntingum notenda, viðbragðaaðila og annarra opinberra aðila að almenna farnetið sé í reynd ákveðið öryggistæki fyrir almenning.
11. nóvember 2024
Leiðbeiningar í aðdraganda kosninga
Nánar
Alþingiskosningar fara fram 30. nóvember næstkomandi. Í ljósi þess hafa Fjölmiðlanefnd, Fjarskiptastofa, CERT-IS og Persónuvernd, í samstarfi við landskjörstjórn og Ríkislögreglustjóra, sett saman leiðbeiningar til stjórnmálasamtaka eða einstaka framboða um rétt einstaklinga til réttra upplýsinga, öryggis, friðhelgi, persónuverndar og markaðssetningar.
30. október 2024
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2023 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum
Nánar
Þann 30. október 2024 kom út skýrsla sem Fjarskiptastofa og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er fimmtánda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna er borin saman.
22. október 2024
Samráð um stefnumótun um áreiðanleg og áfallaþolin net
Nánar
Fjarskiptastofa efnir til samráðs um stefnumótun varðandi áreiðanleika og áfallaþol fjarskiptaneta.