Íslenskir bókstafir í textaskilaboðum farsíma
Fréttasafn
Eins og fram hefur komið í umræðum að undanförnu hefur hingað til ekki verið hægt að nota séríslenska bókstafi í textaskilaboðum GSM-símkerfa. Því ákvað Fagráð í upplýsingatækni að fela fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar í ráðinu að rannsaka hvað stæði í vegi fyrir því. Könnunin beindist að tveimur aðferðum sem eru notaðar til að koma texta um GSM-kerfi. Annars vegar SMS-þjónustunni, sem er mikið notuð í dag og gerir notendum mögulegt að senda texta á milli GSM-síma eða frá tölvu sem tengd er við Netið til GSM-síma, og hinsvegar þeirri aðferð sem í daglegu máli er kölluð WAP og gerir kleift að skoða sérútbúnar WAP-heimasíður þar sem m.a. má lesa texta.
Við öflun gagna var haft samband við þá aðila sem reka GSM-kerfi á Íslandi í dag, þ.e. Landssímann hf. og Tal hf. Einnig var haft samband við innflytjendur og þjónustuaðila GSM-síma hérlendis sem og nokkra framleiðendur.
Niðurstaða könnunarinnar er sú að lausn sé í sjónmáli við sendingar skilaboða með séríslenskum stöfum innanlands. Tæknin sem til þarf er þegar til staðar en til að hún muni nýtast þurfa bæði að koma til nýir GSM-símar, sem eru að koma á íslenskan markað um þessar mundir, og einnig mun verða nauðsynlegt að gera breytingar á SMS-búnaði í GSM-farsímakerfunum þannig að hann verði ekki flöskuháls við notkun séríslensku bókstafanna. Ekki er hægt að fullyrða sem stendur hvenær möguleiki mun gefast á því að senda séríslenska bókstafi milli landa. Varðandi lestur á WAP-heimasíðum má nefna að nú þegar eru fáanlegir GSM-símar hér á landi sem birta alla séríslenska stafi.
09. október 2000
Íslenskir bókstafir í textaskilaboðum farsíma
Notkun íslenskra bókstafa í textaskilaboðum GSM-símkerfa í augsýnEins og fram hefur komið í umræðum að undanförnu hefur hingað til ekki verið hægt að nota séríslenska bókstafi í textaskilaboðum GSM-símkerfa. Því ákvað Fagráð í upplýsingatækni að fela fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar í ráðinu að rannsaka hvað stæði í vegi fyrir því. Könnunin beindist að tveimur aðferðum sem eru notaðar til að koma texta um GSM-kerfi. Annars vegar SMS-þjónustunni, sem er mikið notuð í dag og gerir notendum mögulegt að senda texta á milli GSM-síma eða frá tölvu sem tengd er við Netið til GSM-síma, og hinsvegar þeirri aðferð sem í daglegu máli er kölluð WAP og gerir kleift að skoða sérútbúnar WAP-heimasíður þar sem m.a. má lesa texta.
Við öflun gagna var haft samband við þá aðila sem reka GSM-kerfi á Íslandi í dag, þ.e. Landssímann hf. og Tal hf. Einnig var haft samband við innflytjendur og þjónustuaðila GSM-síma hérlendis sem og nokkra framleiðendur.
Niðurstaða könnunarinnar er sú að lausn sé í sjónmáli við sendingar skilaboða með séríslenskum stöfum innanlands. Tæknin sem til þarf er þegar til staðar en til að hún muni nýtast þurfa bæði að koma til nýir GSM-símar, sem eru að koma á íslenskan markað um þessar mundir, og einnig mun verða nauðsynlegt að gera breytingar á SMS-búnaði í GSM-farsímakerfunum þannig að hann verði ekki flöskuháls við notkun séríslensku bókstafanna. Ekki er hægt að fullyrða sem stendur hvenær möguleiki mun gefast á því að senda séríslenska bókstafi milli landa. Varðandi lestur á WAP-heimasíðum má nefna að nú þegar eru fáanlegir GSM-símar hér á landi sem birta alla séríslenska stafi.