Umsókn Tals hf. um rekstrarleyfi fyrir GSM farsímaneti og þjónustu á 900 MHz hafnað
Umsókn Tals hf. um rekstrarleyfi fyrir GSM farsímaneti og þjónustu á 900 MHz hafnað
Póst- og fjarskiptastofnun auglýsti hinn 31. ágúst 2000 eftir umsóknum um rekstrarleyfi fyrir GSM farsímaneti og þjónustu í 900 MHz tíðnisviðinu. Umsóknarfrestur rann út 15. desember 2000 og bárust stofnuninni tvær umsóknir, frá Íslandssíma GSM ehf. og Tali hf.
Póst- og fjarskiptastofnun hefur í dag tekið ákvörðun um að hafna umsókn Tals hf. vegna þess að gögn sem skila á samkvæmt útboðslýsingu fylgdu ekki umsókn félagsins.
Tvö leyfi hafa áður verið veitt fyrir GSM farsímarekstri í 900 MHz tíðnisviðinu og eru leyfishafar Landssími Íslands hf. og Tal hf.
Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar munu á næstunni fara yfir þau gögn sem fylgdu umsókn Íslandssíma GSM ehf. og taka afstöðu til þess hvort þau eru fullnægjandi. Áætlað er að þessari vinnun verði lokið fljótlega eftir áramót. Að lokinni þessari málsmeðferð verður gefið út leyfisbréf ef umsóknin telst fullnægjandi.
FRÉTTATILKYNNING
19.12.2000.