Hoppa yfir valmynd

Leiðbeinandi tilmæli um frágang umsagna hagaðila í tengslum við markaðsgreiningar

Fréttasafn
06. janúar 2022

Leiðbeinandi tilmæli um frágang umsagna hagaðila í tengslum við markaðsgreiningar

Mynd með frétt


Markaðsgreiningar eru með stærstu og flóknustu verkefnum sem Fjarskiptastofa hefur með höndum. Felst það í því að greina samkeppnisstöðuna á hinum ýmsu undirmörkuðum fjarskiptamarkaðarins. Getur markaðsgreining orðið grundvöllur að álagningu kvaða á fjarskiptafyrirtæki sem útnefnt er með umtalsverðan markaðsstyrk með það að markmiði að efla samkeppni. 

Markaðsgreiningar geta, eðli málsins samkvæmt, orðið ansi yfirgripsmiklar og ítarlegar. Þegar við bætast athugasemdir hagaðila, sem einnig geta verið ítarlegar vegna þeirra hagsmuna sem eru í húfi, getur texti slíkra greininga orðið talsvert langur og jafnvel tyrfinn. Afleiðingar þessa birtast m.a. í löngum málsmeðferðartíma markaðsgreininga sem mikilvægt er að stytta eins og kostur er. 

Sem ráðstöfun til úrbóta á stjórnsýsluframkvæmd markaðsgreininga hefur Fjarskiptastofa gefið út leiðbeinandi tilmæli um umsagnir hagaðila í tengslum við þær. Markmið tilmælanna er að efla rannsókn mála og gagnaöflun vegna markaðsgreininga, gera hana skilvirkari, hnitmiðaðri og stytta málsmeðferðartíma. Liður í þessu er að auka skýrleika og framsetningu umsagna hagaðila, sem ætti að minnka vinnu allra aðila, bæta skipulag vinnunnar og utanumhald málsgagna. 

Leiðbeinandi tilmæli um frágang umsagna hagaðila í tengslum við markaðsgreiningar