Hoppa yfir valmynd

Lína.net ehf. og IMC Íslandi ehf fá leyfi til að reka farsímanet

Fréttasafn
27. júní 2000

Lína.net ehf. og IMC Íslandi ehf fá leyfi til að reka farsímanet

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í dag (27.júní 2000) veitt tvö ný leyfi fyrir rekstur farsímaneta og þjónustu í DCS 1800 tíðnisviðinu. Leyfin eru veitt fyrirtækjunum Línu.net ehf.og IMC Ísland ehf.

Vegna umsóknar Íslandssíma um úthlutun á farsímaleyfi ákvað Póst- og fjarskiptastofnun í samræmi við 10. gr. laga um fjarskipti að auglýsa eftir umsóknum um leyfi í 1800 Megaherz tíðnisviðinu. Fimm umsóknir bárust en ein þeirra var seinna dregin tilbaka. Umsækjendunum Halló Frjáls Fjarskipti hf. og Íslandssíma GSM hf. voru veitt leyfi 5. júní 2000 en Landssími Íslands hf. og Tal hf. höfðu fyrir leyfi fyrir DCS 1800 farsímaþjónustu.

Línu.net hf. er úthlutað 4,8 Megaherz fyrir móðurstöðvar í kerfi sínu og IMC Ísland ehf. 2,6 Megaherz og er við ákvörðun um tíðnisviðið tekið tillit til áætlun fyrirtækjanna um notendafjölda.

Leyfishafar munu greiða leyfisgjöld að upphæð kr. 100.000 og að auki kostnað við úthlutunina skv. 11. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun. Kostnaður við gerð útboðsgagna og meðhöndlun umsókna nemur rúmlega einni og hálfri milljón kr. og verður honum skipt milli þeirra sem leyfin hljóta.