Hoppa yfir valmynd

Áfram fylgst með kerfum yfir helgina vegna Log4j veikleikans

Fréttasafn
17. desember 2021

Áfram fylgst með kerfum yfir helgina vegna Log4j veikleikans

Mynd með frétt

Allir ómissandi innviðir og þjónusta starfa eðlilega og eru ekki skert eða takmörkuð á þessum tímapunkti. Ekkert atvik hefur verið tilkynnt um innbrot inn í kerfi með Log4j veikleikanum.

Ennþá vinna rekstraraðilar að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst verður áfram náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún gæti haft.

Áfram er unnið undir óvissustigi og verður það endurskoðað  nk. mánudag.