Ákvörðun um markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir heimtaugar (staðaraðgang með fasttengingu) og bitastraumstengingar (miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur)
Ákvörðun um markaðsgreiningar á heildsölumörkuðum fyrir heimtaugar (staðaraðgang með fasttengingu) og bitastraumstengingar (miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur)
Þann 14. september sl. sendi Fjarskiptastofa til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun er lýtur að markaðsgreiningum á heildsölumörkuðum fyrir heimtaug (staðaraðgang með fasttengingu; markaður 3a) og bitastraumsaðgang (miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur; markaður 3b). Þann 14. október sl. barst álit ESA, sem heimilar Fjarskiptastofu að taka ákvörðun á grundvelli framangreindra markaðsgreininga. ESA gerði hins vegar nokkrar athugasemdir við umræddar markaðsgreiningar og er þær að finna í viðauka D með ákvörðun Fjarskiptastofu.
Fjarskiptastofa viðheldur útnefningu Mílu ehf. (Míla), sbr. ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 21/2014, sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á félagið á umræddum mörkuðum. Þrátt fyrir innkomu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) og fleiri staðbundinna neta er markaðshlutdeild Mílu enn um 57% og eru enn verulegar aðgangshindranir ríkjandi á viðkomandi mörkuðum að mati Fjarskiptastofu. Ennfremur útnefnir Fjarskiptastofa móðurfélag Mílu, Símann hf. (Síminn), sem fyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk á viðkomandi mörkuðum og leggur viðeigandi kvaðir á það félag, en samstæða félaganna (Símasamstæðan) telst vera ein efnahagsleg eining í skilningi samkeppnisréttar.
Markaður 3a nær yfir aðgang að kopar- og ljósleiðaraheimtaugum, þar sem Fjarskiptastofa telur að staðganga ríki milli slíkra heimtauga. Það sama á við um bitastraumstengingar um slíkar heimtaugar á markaði 3b.
Fjarskiptastofa telur að landfræðilegi markaðurinn teljist áfram landið allt, þrátt fyrir að samkeppnisaðstæður teljist nokkuð misjafnar milli sveitarfélaga landsins. Hins vegar telur Fjarskiptastofa að þær séu ekki nægilega misjafnar til að réttlæta landfræðilega aðgreinda markaði, en nægilega misjafnar þó til að réttlæta vægari kvaðir í 17 nánar tilgreindum sveitarfélögum landsins, þ.m.t. á höfuðborgarsvæðinu öllu. Vegna óstöðugra samkeppnisaðstæðna í mörgum af þessum sveitarfélögum mun Fjarskiptastofa framkvæma nýtt mat á landfræðilegum aðstæðum hér á landi á umræddum mörkuðum sem ljúka mun fyrir árslok 2022.
Fjarskiptastofa leggur viðeigandi kvaðir á Mílu og Símann á viðkomandi mörkuðum til að efla samkeppni í fjarskiptum. Um er að ræða aðgangskvöð, jafnræðiskvöð, gagnsæiskvöð, kvöð um eftirlit með gjaldskrá og kvöð um færslu kostnaðarbókhalds. Kvöð um eftirlit með gjaldskrá hefur ekki hvílt á Símasamstæðunni að því er varðar ljósleiðara. Í stað kvaðar um að Míla skuli kostnaðargreina verð fyrir slíkar afurðir, leggur Fjarskiptastofa á vægari kvöð, þannig að samstæðan standist svokallað efnahagslegt hermipróf (e. Economic Replicability Test – ERT), sem setur visst aðhald á verðlagningu ljósleiðaraafurða samstæðunnar á heildsölu- og smásölustigi. Fjarskiptastofa mun síðar taka sérstaka ákvörðun um útfærslu umræddrar ERT kvaðar, áður en unnt verður að framkvæma slíkt próf.
Ákvörðunin og viðaukar hennar á íslensku og ensku (PDF skjöl):
Ákvörðun_M3a og M3b_Til birtingar.pdf
Viðauki A_Markaðsgreining á M3a og M3b_Til birtingar (1).pdf
Viðauki A-1_Markaðsgreining á M3a og M3b.pdf
Viðauki B_Niðurstöður úr samráði á M3a og M3b_Til birtingar (1).pdf
Viðauki C_Niðurstöður úr aukasamráði_Til birtingar (1).pdf
Viðauki D - Comments No Comments letter - ISL - Markets 3a 2016 and 3b 2016 - Wholesale local access provided at a fixe.pdf
Decision M3a and M3b_Public.pdf
Appendix A_Market Analysis M3a and M3b_Public (1).pdf
Appendix A-1_Market Analysis M3a and M3b.pdf
Appendix B_National Consultation M3a and M3b_PUBLIC (1).pdf
Appendix C_Additional Consultation M3a and M3b_Public (1).pdf