Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu um ógildingu á úrskurði um afturköllun á tíðniheimild Yellow Mobile
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnar kröfu um ógildingu á úrskurði um afturköllun á tíðniheimild Yellow Mobile
Sumarið 2019 afturkallaði Fjarskiptastofa tíðniheimild hollenska fjarskiptafyrirtækisins Yellow Mobile B.V. á 2600 MHz tíðnisviðinu sem það hafði hreppt í uppboði sem haldið var sumarið 2017.
Fjarskiptafyrirtækið vanefndi skilyrði tíðniheimildarinnar um að hefja fjarskiptaþjónustu innan 12 mánaða frá útgáfu tíðniheimildarinnar og gera hana aðgengilega fyrir notendur. Vanefndin fól jafnframt í sér að brotið var gegn þeirri meginreglu sem gildir um allar tíðniúthlutanir, þ.e. að tíðniafnot skuli vera skilvirk og góð.
Fjarskiptastofa hefur í nokkrum tilvikum þurft að grípa til þess örþrifaráðs að afturkalla tíðniheimildir tíðnirétthafa sem hafa gróflega vanefnt skuldbindingar sínar um útbreiðslu fjarskiptaþjónustu og skilvirka nýtingu tíðna. Í öllum tilvikum hefur stofnunin gefið tíðnirétthöfum ítrekuð tækifæri og hæfilegan frest til að gera úrbætur. Þegar þær hafa ekki gengið eftir hefur stofnunin hafið ferli til afturköllunar á tíðniheimild.
Hefur þessi framkvæmd stofnunarinnar nú verið staðfest fyrir dómi.