Hoppa yfir valmynd

Númeraflutningi í farsímaþjónustu frestað

Fréttasafn
01. júlí 2003

Númeraflutningi í farsímaþjónustu frestað

Póst og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að fresta gildistöku númeraflutnings í farsímanetum sem til stóð að kæmi til framkvæmda þann 1. júlí n.k.

Notendur heimilissíma hafa síðan í lok árs 2000 getað flutt númer á milli þjónustuveitenda og til stendur að innleiða þennan möguleika í farsímaþjónustu.

Og Vodafone hefur beðið um þessa frestun þar sem mikil vinna á sér stað innan félagsins við að sameina GSM símstöðvar og reikningakerfi félagsins vegna samruna Íslandssíma, Tals og Halló. Þessar breytingar eru forsenda þess að vinna við númeraflutning geti haldið áfram innan félagsins.

Ákvörðun um nýja dagsetningu er að vænta fyrir lok ársins.