Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að reglum um verðsamanburð fjarskiptaþjónustu

Fréttasafn
06. október 2022

Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um drög að reglum um verðsamanburð fjarskiptaþjónustu

Fjarskiptastofa birtir nú til samráðs drög að reglum um verðsamanburð á almennri fjarskiptaþjónustu.

Markmið reglnanna er að auka gagnsæi á verðum fjarskiptaþjónustu til neytenda og mynda ramma um opinbera birtingu slíks samanburðar, þar sem heildstæð samantekt á verðskrám er birt.

Reglurnar taka til fjarskiptaþjónustu sem boðin er almenningi og eru settar með stoð í 70. grein nýrra laga um fjarskipti, nr. 70/2022. Með lögunum er Fjarskiptastofu veitt heimild til að  framkvæma slíkan samanburð eða að fela óháðum aðila að útbúa slíkan samanburð.

Samráðsfrestur er út fimmtudaginn 20. október. Athugasemdir skulu berast með tölvupósti á netfangið : arnar@fjarskiptastofa.is

Reglur um samanburð á fjarskiptaþjónustu-frumdrög-ágúst 2022.pdf