Hoppa yfir valmynd

Neytendakönnun Fjarskiptastofu vegna fastlínutenginga

Fréttasafn
30. maí 2022

Neytendakönnun Fjarskiptastofu vegna fastlínutenginga

Fjarskiptastofa hefur látið framkvæma neytendakönnun um ýmis atriði er varða þjónustu yfir fastlínutengingar. Könnunin var gerð af Maskínu í seinni hluta apríl mánaðar 2022.

Vöxtur heldur áfram í hlutfalli ljósleiðaratenginga á kostnað hinna hefðbundnu símalína úr kopar og ýmis konar pakkatilboð nettengingar og annarrar fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsþjónustu sem veitt er yfir fastlínu halda vinsældum sínum.

Neytendur virðast almennt sáttir við gæði tenginga sinna og telja þær uppfylla þarfir sínar til internetþjónustu, en verð mælist sem helsti þáttur sem skiptir máli þegar internetþjónusta er valin. Almennt telja neytendur að verð fjarskiptaþjónustu sé mjög eða frekar hátt en skiptar skoðanir eru á hvort samkeppni sé mikil eða lítil hvað varðar fjarskiptaþjónustu á neytendamarkaði.

Áhugavert er að sjá hve áhorf á línulegt sjónvarp er að miklu leyti í gegnum fastlínutengingar. Mótttaka sjónvarpsútsendinga um loftnet virðist vera orðin afar sjaldgæf á heimilum samkvæmt þessum niðurstöðum. Aldursdreifing þeirra sem segjast aldrei horfa á línulegt sjónvarp er einnig forvitnileg en yngri hópar eru líklegri til að segjast aldrei horfa á línulega útsendingu.

Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni (pdf).

Nánari upplýsingar gefur Guðmann Bragi Birgisson, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Fjarskiptastofu, netfang: gudmann(hjá)fjarskiptastofa.is