Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2021

Fréttasafn
19. maí 2022

Ársskýrsla netöryggissveitarinnar CERT-IS fyrir árið 2021

CERT-IS hefur gefið út ársskýrslu þar sem farið er yfir netöryggisatvik sem urðu á árinu 2021. Yfirlitið nær eingöngu yfir þau atvik og atburði sem hafa verið tilkynnt til CERT-IS með formlegum hætti. 

Árið 2021 var tilkynnt um 600 netöryggisatvik til CERT-IS. Áætla má að um 40 milljarðar króna tapist á ári vegna atvika tengdum  netöryggi á Íslandi. Tapið fyrir samfélagið er því gríðarlegt og til mikils að vinna að huga vel að netöryggi Íslands.

Hlutverk CERT-IS hefur verið stóreflt síðastliðið ár og halda á áfram á þeirri vegferð. Eitt af hlutverkum CERT-IS er að stuðla að aukinni ástandsvitund þegar kemur að netöryggismálum á Íslandi. Því er mikilvægt að sem flest netöryggisatvik séu tilkynnt til sveitarinnar til að geta gefið sem réttasta mynd af stöðu netöryggis á Íslandi á hverri stundu.

Auk þess má í skýrslunni finna umfjöllun um Log4j atvikið auk ábendinga fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að auka eigið netöryggi.

Sjá nánar á vef netöryggissveitarinnar.