Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang af afriðlabúnaði

Fréttasafn
29. september 2022

Fjarskiptastofa samþykkir heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang af afriðlabúnaði

Með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 9/2022 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsöluaðgangi að afriðlabúnað (48 V) í tækjarýmum Mílu ehf.

Kostnaðargreiningin leiðir fram mánaðarverð fyrir aðgang að afriðlabúnaði í aðstöðu Mílu víða um land. Í greiningunni er reiknað endurstofnverð á þeim búnaði sem notaður er við veitingu þjónustunnar. Þá er fjárfestingar- og rekstrarkostnaður reiknaður í samræmi við mismunandi kostnað eftir staðsetningu hýsingar á búnaðinum og tekur gjaldskráin mið af því. Miðað er við sömu gjaldskrárflokka og gert er í gjaldskrá fyrir aðstöðuleigu.

Í meðfylgjandi ákvörðun er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrir árið 2021 er ákvarðað. Hin nýja heildsölugjaldskrá Mílu ehf. tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi en Míla ehf. hefur þegar sent út tilkynningu um gildistökuna með tilskildum fyrirvara.

Frumdrög að ákvörðun um heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að afriðlabúnaði fór í innanlandssamráð sem stóð frá 10. febrúar til 3. mars 2022. Þá fóru uppfærð drög að ákvörðun í aukasamráð þann 7. júlí og stóð það til 28. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust í samráðunum. Þann 29. ágúst sl. voru ákvörðunardrögin send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs. Samráðinu lýkur í dag og hefur Fjarskiptastofa þegar móttekið álit ESA sem fylgir með í viðauka II við ákvörðun þessa. ESA gerði engar athugasemdir við ákvörðunardrögin.

Ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 9/2022

Viðauki I Wacc fyrir árið 2021

Viðauki II