Hoppa yfir valmynd

Síðustu fjarskiptaskírteinin gefin út hjá Fjarskiptastofu

Fréttasafn
01. apríl 2022

Síðustu fjarskiptaskírteinin gefin út hjá Fjarskiptastofu

Bjorgvin_Páll

Samgöngustofa tekur við útgáfu fjarskiptaskírteina til skipstjórnarmanna (GOC og ROC) frá og með 1. apríl 2022 af Fjarskiptastofu.

Útgáfa og endurnýjun þessara skírteina eða talstöðvaleyfa hefur verið í höndum stofnunarinnar frá upphafi.

Einn af þeim síðustu sem mætti til að endurnýja sitt skírteini, í síðasta sinn að hans sögn, var Björgvin Sigurjónsson, stýrimaður og skipstjóri úr Vestmannaeyjum, upphafsmaður Björgvinsbeltisins fræga sem hefur bjargað fjölmörgum sjómönnum úr lífsháska allt frá árinu 1989.

Allra síðustu skírteinin sem Fjarskiptastofa gaf út þann 31. mars 2022 voru hins vegar frumútgáfa GOC og ROC talstöðvaleyfa fyrir Pál Svein Guðmundsson, skipaskoðunarmann hjá Fjarskiptastofu sem var að fá sín fyrstu skírteini útgefin af afloknum fjarskiptanámskeiðum hjá Tækniskólanum.

Fjarskiptastofa óskar þessum heiðursmönnum til hamingju og þakkar um leið öllum handhöfum talstöðvarleyfa viðskiptin á liðnum árum.

Myndin með fréttinni sýnir Björgvin Sigurjónsson, stýrimann og skipstjóra til vinstri og Pál Svein Guðmundsson, skipaskoðunarmann hjá Fjarskiptastofu til hægri. (Samsett mynd)