Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að afriðlabúnaði
Samráð við ESA um drög að ákvörðun varðandi heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að afriðlabúnaði
Þann 29. ágúst s.l. sendi Fjarskiptastofa ákvörðunardrög varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsöluaðgangi að afriðlabúnaði til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.
Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. fyrir aðgang að afriðlabúnaði félagsins.
Í meðfylgjandi drögum er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ákvarðað.
Frumdrög að ákvörðun um heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að afriðlabúnaði fór í innanlandssamráð sem stóð frá 10. febrúar til 3. mars 2022. Þá fóru uppfærð drög að ákvörðun í aukasamráð þann 7. júlí og stóð það til 28. júlí 2022. Engar athugasemdir bárust í samráðunum.
Ákvörðunardrögin hafa nú verið send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs með vísan til 28. gr. laga nr. 75/2021 um Fjarskiptastofu og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur Fjarskiptastofa formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að Fjarskiptastofa dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.
Drög að ákvörðun Gjaldskrá Mílu fyrir aðgang að afriðlakerfi til birtingar.pdf