Hoppa yfir valmynd

Samningar EFTA við Bretland um heildsöluverð á farsímaþjónustu í reiki

Fréttasafn
06. júní 2023

Samningar EFTA við Bretland um heildsöluverð á farsímaþjónustu í reiki

Mynd með frétt

Í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ákváðu EFTA ríkin og Bretland að gera með sér alhliða viðskiptasamning m.a. um þá þætti sem féllu innan EES samstarfsins á meðan Bretland var hluti af sambandinu. Einn mikilvægasti ávinningur neytenda af sameiginlegri Evrópulöggjöf eru þær reglur sem gilda um reikiþjónustu í fjarskiptum á milli landa, þ.m.t. um hámarks reikiverð. Það var vilji ríkjanna að viðhalda þessum gagnkvæmu réttindum til hagsbóta fyrir neytendur. Viðskiptasamningur milli ríkjanna hefur því að geyma ákvæði um hámarks heildsöluverð fyrir reikiþjónustu.

Utanríkisráðuneytið hefur nú tilkynnt að samningur EFTA ríkjanna við Bretland um heildsöluverð vegna gagnkvæmrar þjónustu farsímafyrirtæki vegna reikis hafi verið fullgiltur og ný verð tóku gildi hinn 1. júní 2023.

Sjá nánar í viðauka XX við ofangreindan samning.