Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Heimasími

Á þessari síðu eru upplýsingar um samninga við símafyrirtæki, símareikninginn, símanúmer og símaskrá og óumbeðin símtöl og kvartanaleiðir.

Alþjónusta

Allir eiga rétt á tiltekinni lágmarksþjónustu - Sjá um alþjónustu

Val á fjarskiptafyrirtæki 

Neytendur geta valið á milli fjarskiptafyrirtækja. Fjarskiptafyrirtækjum með umtalsverða markaðshlutdeild í fjarskiptanetum, svo sem Símanum og Vodafone, er skylt að verða við réttmætum og sanngjörnum beiðnum annarra fjarskiptafyrirtækja um aðgang að heimtaugum. Aðgangur að heimtaugum þessara fyrirtækja eykur möguleika annarra fjarskiptafyrirtækja til að selja neytendum áskrift að fastasíma/heimasíma.


Smellið á plúsinn fyrir framan efnisheitið hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um viðkomandi efni.

 

Óumbeðin símtöl og kvartanir

Óumbeðin símtöl
Notkun sjálfvirkra uppkallskerfa, símbréfa eða tölvupósts fyrirbeina markaðssetningu er því aðeins leyfð að áskrifandi hafi fyrirframveitt samþykki sitt. Þó er heimilt að nota tölvupóstfang við sölu ávörum eða þjónustu fyrir beina markaðssetningu á eigin vörum eðaþjónustu ef áskrifanda er gefinn kostur á að andmæla slíkri notkun þeimað kostnaðarlausu þegar skráning á sér stað og sömuleiðis í hvert sinnsem skilaboð eru send. Að öðru leyti er hin almenna regla að óumbeðinsímtöl í formi beinnar markaðssetningar eru óheimil til áskrifenda semóska ekki eftir að taka á móti þeim.

Bannmerking í símaskrá
Áskrifendur geta óskað eftir að gefið verði til kynna með merkingu ísímaskrá að upplýsingar um hann megi ekki nota í tilgangi beinnarmarkaðssetningar.
(Sjá 46. grein laga um fjarskipti nr 81/2003)

Kvartanaleiðir

 • Notandi sem vill kvarta  yfir heimasíma skal snúa sér til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis.
 • Kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar
  Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur fastasíma hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegn skilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða í rekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar um að hún láti málið til sín taka. Stofnunin skal leita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframt freista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt. Náist ekki samkomulag skal úr ágreiningi skotið með ákvörðun. Ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra vikna frá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

Sjá meira um óumbeðin fjarskipti hér á vefnum

 

 

 

Samningar við fjarskiptafyrirtæki- ábyrgð, réttindi, skyldur

Samningur við fjarskiptafyrirtæki (Sjá lög um fjarskipti nr. 81/2003, 37. grein)

Áskrifendur fastasíma á einstaklingsmarkaði eiga rétt á samningi viðfjarskiptafyrirtæki sem skal innihalda a.m.k. eftirfarandi atriði:

a. nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b. þjónustu sem veita á, gæði hennar og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c. viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d. nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er aðnálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e. gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f.  skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g. hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis.

Fjarskiptafyrirtæki eiga að birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

Binditími samnings
Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda ensex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningimeð eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín tilannars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangigreiðlega fyrir sig.

Uppsögn samnings vegna breytinga á skilmálum
Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segjasamningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fátilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum áeinstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfresturáður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um réttsinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkjahina nýju skilmála.

Pakkatilboð
Símafyritækin bjóða upp á mismunandi áskriftarleiðir, þ.á.m.svokölluð pakkatilboð þar sem fleiri þættir t.d. áskrift að heimasíma,farsíma og nettengingu eru settar inn í sama pakkann og eitt grunnverðgreitt fyrir allt.  Mismunandi er hvað felst í pökkunum, t.d. hve mikiðniðurhal, símanotkun o.fl.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir neytendur aðmeta sína eigin notkun, t.d. hvort Netið er notað mikið eða lítið,hvort mikið er sótt af efni á erlendar síður, hvort hringt er mikið eðalítið úr farsíma í annað símafyrirtæki og þá hvaða o.s.frv. 
Á reiknivél PFS er hægt að sjá mánaðarverð á mismunandi þjónustuþáttumhjá fjarskiptafyrirtækjunum á hverjum tíma og reikna út hvað viðkomandiþáttur kostar einn og sér.  Þar er ekki gert ráð fyrir pakkatilboðum ogþví þurfa neytendur að skilgreina notkun sína og sjá hvað hver þátturkostar til að meta hvort og hvaða pakkatilboð hentar hverjum og einum. 

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja
Fjarskiptafyrirtæki geta í viðskiptaskilmálum sínum undanþegið sigbótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptumeða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptaneta.Ábyrgðartakmörkunin er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið tilstórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.

Vanskil og lokanir
Áskrifendur sem eru í vanskilum með greiðslu símagjalda annarra ensímtala með yfirgjaldi geta átt von á að lokað verði fyrir þjónustu viðþá að undangenginni skriflegri aðvörun a.m.k. einum mánuði fyrir lokun.Fyrsta mánuð eftir lokun á að vera hægt að hringja í áskrifandann ogsömuleiðis á að vera hægt að hringja í neyðarnúmerið 112.

Símanúmer og símaskrá

Póst- og fjarskiptastofnun afhendir fjarskiptafyrirtækjum númerröðum,m.a. fyrir fastasíma. Við pöntun á síma úthluta fyrirtækin áskrifendumnúmerum og stendur þeim yfirleitt til boða að velja úr lausum númerum ínúmerröðunum. Almenn símanúmer á Íslandi eru með 7 tölustöfum en þegarnúmer er valið erlendis frá er landsnúmerinu 354 skeytt framan við.Fastasímanúmer sem í notkun eru byrja á tölustöfunum 4 eða 5.

Númeraflutningur

 • Áskrifendur heimasíma/fastasíma sem gera þjónustusamning við annað fjarskiptafyrirtæki en þeir hafa áður þegið þjónustu hjá skulu eiga rétt á að flytja með sér númer sem þeir hafa hjá því fjarskiptafyrirtæki sem þeir voru áður tengdir
 • Áskrifendur fastasíma sem flytja milli símastöðvasvæða fjarskiptafyrirtækja hvar sem er á landinu eiga rétt á að halda númerum sínum óbreyttum
 • Áskrifendur í fastasíma eiga rétt á að flytja númer sín milli mismunandi þjónustu hjá sama fjarskiptafyrirtæki ef forsendur fyrir verðlagningu þjónustu eru í grundvallaratriðum hinar sömu
 • Áskrifandi sem óskar eftir númeraflutningi milli fjarskiptafyrirtækja skal gera þjónustusamning við fjarskiptafyrirtækið sem hann vill skipta við. Samningurinn getur verið skriflegur, á rafrænu formi eða munnlegur. Í síðasttalda tilfellinu skal fjarskiptafyrirtækið senda áskrifandanum staðfestingu skriflega eða á rafrænu formi.

Númerabirting
Fjarskiptafyrirtæki sem reka almenna fastasímaþjónustu skulu bjóðanúmerabirtingu í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd. Áskrifendurgeta valið þann kost að númer þeirra birtist ekki viðtakanda símtalsins.
Sjá einnig Reglur um númerabirtingar nr. 629/2008

Símaskrá
Öllum notendum skal vera opin a.m.k. ein símaskrá sem inniheldurupplýsingar um öll símanúmer. A.m.k. ein símaupplýsingaþjónusta á aðvera opin öllum notendum með upplýsingum um öll símanúmer nemaáskrifandi hafi óskað eftir því að vera óskráður í gagnagrunnisímaskrár.
Nokkrir aðilar hafa þessa upplýsingaþjónustu um símanúmer með höndum en Já upplýsingaveitur hafa skuldbundið sig til að halda úti vefþjónustu og prentaðri símaskrá til ársloka 2016. Sjá nánar um Já.is.
Óheimilt er að krefja áskrifanda sem vill vera óskráður um gjald fyrirþað. Áður en persónulegar upplýsingar um áskrifendur eru skráðar íprentuðum eða rafrænum skrám skulu þeir eiga aðgang að upplýsingunum.Upplýsingar í skrám og númerupplýsingaþjónustu eiga að takmarkast viðþað sem þarf til að kennsl á áskrifandann nema hann hafi veitt ótvíræðaheimild til annars.

Stuttnúmer
Fjögurra tölustafa stuttnúmer eru úthlutuð sem aðgangsnúmer að ýmiskonar þjónustu símafyrirtækjanna þ.m.t. forval en einnig fyrir ákveðnaopinbera þjónustu. Auk þess er í notkun þriggja tölustafa númer fyrirneyðarsímtöl (112).

Forval
Í gildi eru reglur um forval símnotenda.  Í forvali geta símnotendurkosið þjónustu nýrra þjónustuveitenda t.d fyrir símtöl til útlanda meðþví að velja fjögurra tölustafa forskeyti. Er þá fyrst valið forskeytið,síðan 00 og eftir það landsnúmer og símanúmer þess sem hringt er til.Forskeytin eru frá 1000 upp í 1100. Nauðsynlegt er að notendur skrái sighjá viðkomandi þjónustuveitanda fyrirfram.

Útlandaforskeyti
Þegar beina á símtölum til útlanda verður að velja 00 á undan viðkomandi landsnúmeri.

Símtöl í farsíma
Þegar hringt er úr fastasíma í farsíma er tímagjaldið hærra en ef hringt er í annan fastasíma.

Læsingar
Áskrifendur fastasíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrirákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeimað kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl tilútlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

Símareikningurinn

Þann 1. júlí 2011 tók gildi reglugerð um reikningagerð fyrirfjarskiptaþjónustu. Þar er tiltekið hvaða upplýsingar skulu að lágmarkikoma fram á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna.Einnig er tiltekið hvaða upplýsinga notendur geta farið fram á þegarbeðið er um ítarlega sundurliðun á reikningum.
Sjá Reglugerð um reikningagerð fyrir fjarskiptaþjónustu nr. 526/2011

Áskrift
Áskrifandi að fastasíma fær gegn greiðslu stofngjalds notandalínu,þráðlausa eða í streng, til símastöðvar fjarskiptafyrirtækis og númer ístöðinni. Eftir að línan hefur verið tengd greiðist fast mánaðargjaldsem leiga fyrir hana.

Tímamælingar á símtölum
Greiðslur fyrir símtöl byggjast á tímamælingum. Greitt er:

 • upphafsgjald fyrir hvert símtal
 • lágmarksgjald
 • gjald fyrir hverja byrjaða tímaeiningu sem samtalið stendur yfir. 

Hið sama gildir þegar línan er notuð til að tengjast Internetinu. Ívenjulegri áskrift eru engin símtöl innifalin í mánaðargjaldinu.

Sjá nánar um Tímamælingar

Neyðarsími gjaldfrjáls
Neyðarlínan hf rekur afgreiðslu þar sem svarað er símtölum íneyðarnúmerið 112 og útveguð neyðarþjónusta. Símtöl í 112 eiga að veragjaldfrjáls sama hvaðan hringt er og gildir það einnig fyrir farsíma ogalmenningssíma.
Sjá Lög um samræmda neyðarsvörun nr. 40/2008

Númer með yfirgjaldi
Heimilt er að taka yfirgjald fyrir símtöl í númer sem byrja á 75,901-905 og 907-9. Hið sama gildir fyrir sum stuttnúmer svo sem 118.
Áskrifendur fastasíma geta óskað þess að fjarskiptafyrirtæki læsi fyrirákveðnar tegundir símtala eða fyrir símtöl í ákveðnar númeraraðir, þeimað kostnaðarlausu. Þannig er hægt að láta læsa síma fyrir símtöl tilútlanda eða símtöl í númer sem bera yfirgjald.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?