Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Nettengingar og netþjónusta

Á þessari síðu eru upplýsingar fyrir neytendur um ýmislegt sem varðar netþjónustu.

Smellið á plúsinn eða efnisheitið hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um viðkomandi efni


Kvartanir vegna netþjónustu

Notandi sem vill kvarta yfir netþjónustu skal snúa sér til viðkomandi fjarskiptafyrirtækis.

Kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar
Telji notandi að fjarskiptafyrirtæki sem rekur netþjónustu hafibrotið gegn skyldum sínum samkvæmt lögum um fjarskipti eða gegnskilyrðum sem mælt er fyrir um í almennum heimildum, réttindum eða írekstrarleyfi getur hlutaðeigandi beint kvörtun til Póst- ogfjarskiptastofnunar um að hún láti málið til sín taka.

Stofnunin skalleita álits viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á kvörtuninni og jafnframtfreista þess að jafna ágreining aðila á skjótan hátt.

Náist ekkisamkomulag skal úr ágreiningi skotið með ákvörðun.

Ákvarðanir Póst- ogfjarskiptastofnunar sæta kæru til sérstakrar nefndar, úrskurðarnefndarfjarskipta- og póstmála. Kæra skal berast nefndinni innan fjögurra viknafrá því að viðkomanda varð kunnugt um ákvörðun stofnunarinnar.

Rafrænt kvörtunareyðublað hér á vefnum

Magn niðurhals - að fylgjast með notkun sinni

Netþjónustufyrirtækin rukka viðskiptavini sína fyrir netnotkun.  Oft erákveðið magn netnotkunar innifalið í áskriftarleiðum.  Einnig ermismunandi hvernig greitt er fyrir netnotkun eftir því hvaða tegundnettengingar er notuð.Notandi með fastlínutengingar, þ.e. ADSL, VDSL eða ljósleiðara, greiðirfyrir niðurhal frá erlendum netþjónum.

Í 3G og 4G gagnaflutningi gildir almenntað allt gagnamagn er mælt.  Bæði innlent og erlent, svo og gögn semnotandi sendir og sækir.Netþjónustufyrirtækin mæla magn netnotkunar viðskiptavina sinna ognotendur geta því fengið upplýsingar um notkun sína hjá sínumnetþjónustuaðila.

Reikningar

Þann 1. júlí 2011 tók gildi reglugerð um reikningagerð fyrirfjarskiptaþjónustu. Þar er tiltekið hvaða upplýsingar skulu að lágmarkikoma fram á reikningum fjarskiptafyrirtækja til viðskiptavina sinna.Varðandi netþjónustu skulu lágmarks upplýsingar um gagnatengingar sýnahvert er raunmagn þeirra mælieininga, gagna eða tíma, sem notaðar voru ágjaldtímabilinu. Einnig magn innifalið í áskrift, og magn og upphæðvegna gjaldfærðrar umframnotkunar.
Einnig er tiltekið í reglugerðinni hvaða upplýsingar notendur geta farið fram á þegar beðið er um ítarlega sundurliðun á reikningum.

Kostnaður við nettengingar

Verð og ihnihald netþjónustuleiða er mjög mismunandi. Best er að kynna sér vel hvað er innifalið og fyrir hvað er greitt þegar valin er netþjónustuleið.

Línugjald
Línugjald er sérstakt gjald sem greitt er fyrir tengilínuna sjálfa inn til notandans. Verðið getur verið mismunandi eftir því hjá hvaða þjónustuaðila tengingin er keypt.


Samningar við fjarskiptafyrirtæki - ábyrgð, réttindi, skyldur

Samningur við fjarskiptafyrirtæki (Sjá lög um fjarskipti nr. 81/2003, 37. grein)
Áskrifendur fastasíma á einstaklingsmarkaði eiga rétt á samningi viðfjarskiptafyrirtæki sem skal innihalda a.m.k. eftirfarandi atriði:

a. nafn og heimilisfang þjónustuveitanda,
b. þjónustu sem veita á, gæði hennar og tímann sem upphafleg tenging mun taka,
c. viðhaldsþjónustu sem boðin er,
d. nákvæmar upplýsingar um verð og gjaldskrá og hvernig hægt er aðnálgast nýjustu upplýsingar um viðeigandi gjöld og viðhaldsgjöld,
e. gildistíma samningsins, skilmála fyrir endurnýjun hans og uppsögn,
f.  skaðabætur og fyrirkomulag endurgreiðslu ef þjónusta er ekki í samræmi við samning,
g. hvernig hefja skuli mál til lausnar á deilum milli áskrifenda og fjarskiptafyrirtækis.

Fjarskiptafyrirtæki eiga að birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína á aðgengilegan hátt.

Binditími samnings
Óheimilt er í samningi að kveða á um lengri binditíma áskrifenda ensex mánuði. Eftir þann tíma er áskrifanda heimilt að segja upp samningimeð eins mánaðar fyrirvara. Ákveði áskrifandi að færa viðskipti sín tilannars fjarskiptafyrirtækis skal vera tryggt að þjónustuflutningur gangigreiðlega fyrir sig.

Uppsögn samnings vegna breytinga á skilmálum
Áskrifendur á einstaklingsmarkaði skulu eiga rétt á því að segjasamningum fyrirvaralaust upp án greiðslu skaðabóta þegar þeir fátilkynningu um fyrirhugaða breytingu á samningsskilmálum. Áskrifendum áeinstaklingsmarkaði skal veittur a.m.k. eins mánaðar uppsagnarfresturáður en breytingar taka gildi og skulu þeir jafnframt upplýstir um réttsinn til að segja upp samningi að skaðlausu vilji þeir ekki samþykkjahina nýju skilmála.

Pakkatilboð
Fjarskiptafyritækin bjóða upp á mismunandi áskriftarleiðir, þ.á.m.svokölluð pakkatilboð þar sem fleiri þættir t.d. áskrift að heimasíma,farsíma og nettengingu eru settar inn í sama pakkann og eitt grunnverðgreitt fyrir allt.  Mismunandi er hvað felst í pökkunum, t.d. hve mikiðniðurhal, símanotkun o.fl.  Þess vegna er nauðsynlegt fyrir neytendur aðmeta sína eigin notkun, t.d. hvort Netið er notað mikið eða lítið,hvort mikið er sótt af efni á erlendar síður, hvort hringt er mikið eðalítið úr farsíma í annað símafyrirtæki og þá hvaða o.s.frv. 

Ábyrgð fjarskiptafyrirtækja
Fjarskiptafyrirtæki geta í viðskiptaskilmálum sínum undanþegið sigbótaábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptumeða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptaneta.Ábyrgðartakmörkunin er þó bundin við að tjónið verði ekki rakið tilstórfelldra mistaka starfsmanna fyrirtækisins.

Ýmsar gerðir nettenginga

Fastlínu nettengingar

 • ADSL tengingar
  Hægt er að nýta hefðbundnar símalínur (kopar) og símanet til háhraðasendinga á gögnum til og frá viðskiptavinum sem eru í fastri áskrift. Notandinn þarf að fá ADSL beini (e. router) til að geta verið áskrifandi að ADSL-þjónustu sem felur í sér háhraðaflutning á gögnum og myndefni, gagnvirka margmiðlun og fl.
 • VDSL tengingar
  Ljósleiðari er notaður til að flytja gögn að tengikassa í götu.  Frá götu og inn í hús til notanda fara gögnin um hefðbundnar símalínur (kopar). Notandinn þarf að fá VDSL beini (e. router) til að geta verið áskrifandi að VDSL-þjónustu sem felur í sér háhraðaflutning á gögnum og myndefni, gagnvirka margmiðlun og fl.
 • Ljósleiðari
  Ljósleiðarar hafa mestu flutningsgetu fyrir stafræn gögn í tvær áttir, þ.e. til og frá notandanum.
  Á ljósleiðara er hægt að senda tugi sjónvarpsrása og stórar gagnasendingar fyrir gagnvirk samskipti. Verið er að leggja ljósleiðara á þéttbýlissvæðum hér á landi s.s. í Reykjavík og Akureyri. Enn sem komið er takmarkast gagnaflutningar á ljósleiðaranetum við hverfi og þéttbýliskjarna.  
 • Kapalsjónvarp   
  Dreifing á sjónvarpsefni er algeng breiðbandsþjónusta. Sjónvarpsrásum er þá dreift um lokuð kapalkerfi í fjölbýlishúsum, hverfum eða minni þéttbýliskjörnum. Kapalkerfin hafa í fæstum tilfellum verið uppfærð þannig að þau geti annað öðrum gagnaflutningum samhliða sjónvarpssendingum, en þó eru dæmi um að boðið sé upp á símaþjónustu og háhraðatengingar á kapalkerfum. 
 • Stafrænt sjónvarp
  Með stafrænum sjónvarpssendingum opnast sá möguleiki að dreifa myndefni á nýjum leiðum t.d. um fastlínunetið, á ljósleiðara og með örbylgjusendingum í loftinu. 

Þráðlausar nettengingar

 • UMTS – háhraða-farþjónusta (3G / 4G)
  Talað er um aðra, þriðju og fjórðu kynslóð farsímakerfa, þ.e. GSM (2G) og síðan 3G og 4G.  Með hverri kynslóð margfaldast magn og hraði gagnaflutninga.
  Með tilkomu 3G og síðan 4G kerfa  hefur opnast möguleiki á því að byggja upp háhraða-farnet um allt land. Kveðið er á um slíka uppbyggingu í fjarskiptaáætlunum
 • WLAN – Þráðlaus net
  Skammdrægar örbygjusendingar á þráðlausum netum geta haft mikla flutningsgetu og þykja henta vel fyrir fyrirtæki og stofnanir. Á þráðlausum netum er hægt að senda gögn á útvarpstíðnum sem eru ekki leyfisskyldar. Það ræðst af flutningsgetu um netgátt á Internetið hvaða burðargetu þráðlausa netið hefur. Þráðlaus net fyrir tölvunotendur hafa verið sett upp víða.    

Öryggi og netnotkun

Netið er eins og hvert annað samfélag. Þegar Netið er notað er opnuðgátt út í ys og þys veraldarvefsins og þar eru glæpamenn eins ogannarsstaðar. Því er nauðsynlegt að tryggja öryggi sitt eftir föngumm.a. með notkun eldveggja, vírusvarna og reglulegri uppfærslu forrita. Ýmsar upplýsingar eru aðgengilegar almenningi um leiðir til að eflanetöryggi.  Netþjónustufyrirtækin veita viðskiptavinum sínum ýmsarupplýsingar og auðvelt er að finna upplýsingar og leiðbeiningar áNetinu.Íslenskir vefir um örugga netnotkun:

 • Netöryggi.is - Vefur PFS um örugga netnotkun. Aðgengilegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir almenning og smærri fyrirtæki um hvernig hægt er að efla öryggi í netnotkun.
 • SAFT.is - vefur SAFT verkefnisins um örugga notkun barna og unglinga á Netinu og nýjum miðlum.  Verkefnið er rekið af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?