Hoppa yfir valmynd

Vefsjá Fjarskiptastofu

Vefsjá fyrir fjarskiptauppbyggingu á Íslandi

Vefsjáin er hugsuð til upplýsinga fyrir alla sem vilja kynna sér stöðu og þróun fjarskiptauppbyggingar á Íslandi hvort sem um er að ræða tengingar heimila og fyrirtækja við ljósleiðara eða uppbyggingu farneta á landsvísu. Meðal þess sem skoða má í vefsjánni er:

  • Fjarskiptaaðgengi staðfanga (heimila og fyrirtækja) um fastanet þar sem þekja sýnir staðföng landsins í punktaformi lituð eftir hversu gott aðgengi þau hafa að fastaneti.
  • Fjarskiptaaðgengi um farnet þar sem sjá má þekju sem sýnir gæði farnetssambands á staðföngum landsins.
  • Útbreiðsla 2G, 3G, 4G og 5G sem sýnir áætlaða útbreiðslu farnetsmerkis allra fyrirtækja.
  • Samband á stofnvegum þar sem sjá má alla vegakafla sem samband næst frá einhverjum markaðsaðila.
  • Farnetsmælingagögn úr mælingum á 4G. Hægt að skoða alla mælipunkta á korti.

Þá eru í fyrsta sinn birtir mælikvarðar sem Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett fyrir uppbyggingu ljósleiðara í byggð og uppbygging farneta á stofnvegum landsins.

  • Fjarskiptamælikvarði: Þéttbýlisstaðir og byggðarkjarnar landsins sýndir sem flákar á korti. Þeir sem náð hafa 80% ljósleiðaraútbreiðslu eru litaðir grænir og þeir sem ekki hafa náð því markmiði eru litaðir á litaskala eftir stöðu.
  • Fjarskiptamælikvarði: Sýnir stofnvegi landsins sem línur á korti. Þeir kaflar stofnvega sem ekki eru dekkaðir af 10 Mb/s farneti eru litaðir rauðir. Þeir kaflar sem bæst hafa við vegna samnýtingar eru litaðir í einkennandi lit.
Vefsjá Fjarskiptastofu
Vefsjá Fjarskiptastofu