Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Sérfræðingur í netöryggi

CERT-IS leitar eftir reyndum sérfræðing í netöryggi. Verkefni CERT-IS eru fjölbreytt og í starfinu felst einstakt tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun netöryggis Íslands til framtíðar.

CERT-IS hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvu- og netkerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu og tjón af þeirra völdum.

CERT-IS er leiðandi í samvinnu um netöryggi á Íslandi og vinnur náið með rekstraraðilum mikilvægra innviða. Sveitin er einnig hluti af öflugu netöryggissamstarfi á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Greining netöryggisatvika
  • Frekari mótun og uppbygging CERT-IS
  • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um netöryggismál
  • Umsjón með sviðshópum CERT-IS
  • Þróun og þátttaka í netöryggisæfingum
  • Ráðgjöf og upplýsingamiðlun varðandi netöryggismál

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi eða víðtæk reynsla af netöryggi
  • Brennandi áhugi á upplýsingaöryggi og upplýsingatækni
  • Reynsla af atvikagreiningu
  • Þekking á netlausnum og netstýringum er kostur
  • Hæfni til ákvarðanatöku við flóknar og krefjandi aðstæður
  • Góður skilningur á upplýsingatækni á víðum grunni og geta til að meta upplýsingar með tilliti til áhættu og áhrifa
  • Gott vald á íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvætt viðhorf og eiga auðvelt með að vinna í hóp

Hjá CERT-IS er mikið lagt upp úr því að skapa jákvætt starfsumhverfi og bjóða fólki öfluga starfsþjálfun gegnum spennandi verkefni í skipulagðri teymisvinnu.

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk.

Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við viðkomandi stéttarfélag.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast öryggisvottun ríkislögreglustjóra. 

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.

Sótt er um starfið gegnum heimasíðu Vinnvinn.

Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.

CERT-IS er svið innan Fjarskiptastofu og hjá stofnuninni starfar samhentur hópur hátt í 50 sérfræðinga á sviði netöryggis, fjarskiptatækni og lögfræði. Mikið er lagt upp úr að skapa jákvætt starfsumhverfi í skipulagðri teymisvinnu þar sem hver og einn hefur skilgreint ábyrgðarhlutverk og fær tækifæri til að hafa áhrif á þróun verkefna.  Fjarskiptastofa er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að starfsandi sé eins og best verður á kosið.
Fjarskiptastofa gegnir veigamiklu hlutverki á sviði netöryggis hér á landi og er ætlað að stuðla að öryggi almennings, fyrirtækja og samfélagsins alls á sviði fjarskipta- og netöryggis. Stofnunin leiðir samráðsvettvang eftirlitsstjórnvalda á sviði eftirlits með netöryggi og starfrækir netöryggissveit Íslands, CERT-IS. Þá ber stofnuninni að horfa til almannahagsmuna og þjóðaröryggis við framkvæmd eftirlits síns á þessu sviði. Stofnunin er framsækinn samstarfsaðili um þróun öruggs stafræns samfélags og er fyrirséð að hlutverk hennar mun halda áfram að þróast samhliða hraðri framþróun stafrænnar tækni.