Laus störf

Sérfræðingur í netöryggissveit Fjarskiptastofu - CERT-IS

Fjarskiptastofa óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í Netöryggissveitina CERT-IS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar.

Sérfræðingur í netöryggissveit mun taka þátt í örum uppbyggingarfasa sveitarinnar og bjóðast góð tækifæri til frekari þróunar í starfi í sveigjanlegu og kviku vinnuumhverfi.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Meðhöndlun öryggisatvika og veikleika í tölvu- og netkerfum
 • Samhæfing við sviðshópa mikilvægra innviða
 • Viðhalda ástandsvitund netöryggismála innan netumdæmis Íslands
 • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi CERT/CSIRT teyma
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf varðandi netöryggismál

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, svo sem í verk-, tækni- eða tölvunarfræði, eða haldgóða reynslu á sviði netöryggismála
 • Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi
 • Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð í meðhöndlun atvika og úrvinnslu þeirra
 • Búa yfir skilningi á net- og upplýsingaöryggi ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif
 • Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra
 • Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og í rituðu máli, er áskilin

Frekari upplýsingar um starfið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs. Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.  

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember nk. Umsóknir óskast fylltar út á Starfatorgi.

Fjarskiptastofa hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið. 

Litið er svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Arnar Sigmundsson - gudmundur(hjá)fjarskiptastofa.is

Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og aðgengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Fjarskiptastofa starfar í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi og hvílir starfsemin annars vegar á alþjóðlegri þróun í fjarskiptum, upplýsingatækni og netöryggi og hins vegar á lagagrundvelli EES svæðisins.

Flestir starfsmenn Fjarskiptastofu taka þátt í alþjóðlegum verkefnum. Hjá Fjarskiptastofu starfa hátt í 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Fjarskiptastofa hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um störf sem stofnunin auglýsir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.