Fréttasafn
30. október 2024
Ný tölfræðiskýrsla fyrir árið 2023 um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum
Nánar
Þann 30. október 2024 kom út skýrsla sem Fjarskiptastofa og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu og þróun undanfarinna ára í löndunum átta. Þetta er fimmtánda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna er borin saman.
22. október 2024
Samráð um stefnumótun um áreiðanleg og áfallaþolin net
Nánar
Fjarskiptastofa efnir til samráðs um stefnumótun varðandi áreiðanleika og áfallaþol fjarskiptaneta.
21. október 2024
Ákvörðun um óumbeðin fjarskipti nr. 11/2024
Nánar
Þann 10. október sl. tók Fjarskiptastofa ákvörðun nr. 11/2024 í kvörtunarmáli um að Nýja Vátryggingaþjónustan ehf. hefði brotið gegn 5. mgr. 46. gr. þágildandi fjarskiptalaga nr. 81/2003 um óumbeðin fjarskipti.
11. október 2024
Vel heppnuð netöryggisráðstefna Fjarskiptastofu 2024
Nánar
Október er alþjóðlegur netöryggismánuður og af því tilefni bauð Fjarskiptastofa til ráðstefnu um netöryggismál á Hilton Nordica þann 8. október. Áherslur ráðstefnunnar í ár voru aukin ábyrgð stjórnenda og mikilvægi öryggis birgjakeðjunnar í ljósi NIS2.
3. október 2024
Ákvörðun Fjarskiptastofu vegna öryggisatviks hjá Símanum hf. í október 2021
Nánar
Ákvörðun Fjarskiptastofu markar lok á rannsókn stofnunarinnar á öryggisatviki sem kom upp í farsíma- og farnetsþjónustu Símans hf. og á hluta fastlínukerfa félagsins í október 2021. Öryggisatvikið átti sér stað við framkvæmd uppfærslu á fjarskiptanetum Símans hf. og hafði í för með sér að útfall og truflun á þjónustu til allt að 150.000 notenda Símans hf. í yfir 30 mínútur.
30. september 2024
Dagskrá netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu
Nánar
27. september 2024
Fjarskiptastofa kallar eftir sjónarmiðum markaðsaðila varðandi leigulínumarkaði
Nánar
Fjarskiptastofa kallar eftir sjónarmiðum og umsögnum um leigulínumarkaði. Skilafrestur er til og með 11. október 2024.
20. september 2024
Netöryggisráðstefna Fjarskiptastofu 2024
Nánar
Ráðstefnan er á Hilton hótel þann 8. október nk. frá 8:50-13:00