Hoppa yfir valmynd

Farsímasamband - útbreiðslukort

Fjarskiptakortin sýna útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir GSM, 3G og 4G þjónustu.

ATH - Unnið er að uppfærslu á kortasjánni!

Á kortunum eru sýnd þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki, þannig að hægt sé að tala í farsíma, senda smáskilaboð eða að ná gagnasambandi.

Á kortunum er leitargluggi þar sem hægt er að slá inn heimilisfang.

Rétt er að hafa eftirfarandi í huga þegar kortin eru skoðuð:

  • Spár byggja á gögnum frá fjarskiptafélögunum sem miða við ólíkar forsendur fyrir útbreiðslu
  • Útbreiðslukortin eru reiknuð út frá spálíkönum og miðuð við dreifingu frá kerfum allra fjarskiptafélaganna þannig að ekki er víst að merki náist frá öllum félögunum á þeim stöðum sem kortin sýna að merki náist
  • Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá
  • Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara
  • Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi

GSM útbreiðslukort

3G útbreiðslukort

4G útbreiðslukort

Mælingar á fjarskiptasambandi á vegum

Hér má hlaða niður nýjstu spám fjarskiptafélaganna varðandi talþjónustu (GSM og 3G) og háhraðafarnetsþjónustu (3G og 4G): Slóð

Hér má hlaða niður mælingum PFS á GSM, 3G, 4G og TETRA kerfum seinustu ár: Slóð

Vefsíður símafyrirtækjanna sem sýna dreifingu farsímakerfsins hjá viðkomandi þjónustuaðila.

Síminn - dreifikerfi GSM og 3G

Vodafone - dreifikerfi GSM, 3G og 4G

Nova - þjónustusvæði 3G og 4G

Hringdu - Útbreiðslukort