Fréttasafn
30. júní 2021
Póst- og fjarskiptastofnun birtir ákvörðun PFS nr. 10/2021, Gjaldskrá Íslandspóst fyrir pakka innanlands innan alþjónustu.
Nánar
Í ákvörðuninni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að núgildandi gjaldskrá fyrir pakka innan alþjónustu sé í samræmi við 2., sbr. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 98/2019.
30. júní 2021
Yfirlýsing Póst- og fjarskiptastofnunar vegna breytinga Íslandspósts ohf. á gjaldskrá fyrirtækisins
Nánar
PFS hefur birt yfirlýsingu vegna breytinga Íslandspósts ohf. á gjaldskrá fyrirtækisins á bréfum til útlanda innan alþjónustu.
29. júní 2021
PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðstöðuleigu í húsum og möstrum sem og gjaldskrá fyrir rafmagnsnotkun í aðstöðu Mílu. PFS kallar eftir samráði um niðurstöðu kostnaðargreiningarinnar.
15. júní 2021
Netöryggissveitin CERT-IS varar við svikabylgju
Nánar
Netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-IS, varar við bylgju svika sem nú er í gangi.
8. júní 2021
Brot gegn banni við að staðsetja búnað notenda í almennu fjarskiptaneti
Nánar
Í ákvörðun nr. 8/2021 er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að IMC Ísland ehf. (IMC) hafi gerst brotlegt við 1. mgr. 43. gr. fjarskiptalaga þegar áskrifendur erlends fjarskiptafélags voru látnir upplýsa um staðsetningu sína með merkjasendingum úr íslensku númeri án vitundar þeirra og samþykkis.
3. júní 2021
PFS synjar IMC Íslandi ehf. um tíðniúthlutanir
Nánar
Í lok mars og um miðjan maí s.l. bárust Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) umsóknir frá fjarskiptafyrirtækinu IMC Ísland ehf. um úthlutun tíðna fyrir háhraða farnetsþjónustu.
1. júní 2021
Vegvísir.is - nýr upplýsingavefur um samgöngur, fjarskipti og byggðamál kynntur
Nánar
Vefnum er ætlað að vera gagnvirkt mælaborð um samgöngur, fjarskipti og byggðamál og leiðarvísir fyrir almenning um þessa málaflokka.
21. maí 2021
PFS birtir ákvörðun nr. 7/2021 vegna óumbeðinna fjarskipta Happdrætti DAS
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur með ákvörðun sinni nr. 7/2021 lagt á stjórnvaldssekt á Happdrætti DAS að fjárhæð 300.000 krónur vegna brota á 5. mgr. 46. gr. fjarskiptalaga.