Fréttasafn
11. febrúar 2019
Stefna PFS fyrir ákveðin tíðnisvið 2019-2025 - Umræðuskjal
Nánar
Fjarskipti í dag eru að taka miklum stakkaskiptum. Fram til þessa hefur fjarskiptaþjónusta falist í annars vegar talsímaþjónustu og internetsambandi fyrir notendur og hins vegar í alls kyns þjónustu á fastaneti til að tengja saman tölvur og tölvunet. Markmið þessa umræðuskjals er að fá umsögn og/eða svör við mörgum þeim spurningum sem svara þarf áður en þessi veruleiki tekur við.
8. febrúar 2019
Yfirlit bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts fyrir árið 2017
Nánar
Íslandspóstur ohf. (ÍSP) hefur afhent Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar vegna rekstrarársins 2017
25. janúar 2019
Óheimilt að hljóðrita símtal án undanfarandi tilkynningar.
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 28/2018 um hljóðritun símtals án tilkynningar. Ákvörðunin varðar kvörtun neytanda þess efnis að símtal hans við félagið Islandus ehf. (Islandus) var hljóðritað án hans vitundar.
10. janúar 2019
Ákvörðun PFS nr. 27/2018 um tilboð Nova á Apple TV 4K með ljósleiðara
Nánar
Ákvörðunin varðar kvörtun Símans hf. til PFS vegna tilboðs Nova hf. á Apple TV tæki með ljósleiðaraþjónustu síðarnefnda félagsins.
21. desember 2018
Samráð um gjaldskrár Mílu fyrir koparheimtaugar, bitastraum, lúkningarhluta leigulína og ljóslínur
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið yfirferð á kostnaðareiningum Mílu ehf. fyrir heildsöluaðgang að koparheimtaugum (markaður 4/2008), bitastraum (markaður 5/2008) og lúkningarhluta leigulína (markaður 6/2008). Einnig hefur PFS lokið yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu fyrir aðgang að ljóslínum.
19. desember 2018
Jólakveðja Póst- og fjarskiptastofnunar
Nánar
Starfsfólk Póst- og fjarskiptastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
18. desember 2018
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 13/2018.
Nánar
Málavextir voru þeir að bréf höfðu skemmst í flokkunarvél ÍSP og tilkynnti fyrirtækið kvartanda um það sem og ástæður þess. Kvartandi kvartaði til PFS vegna þessarar afgreiðslu og taldi m.a. að stofnunin ætti að rannsaka málið frekar.
17. desember 2018
Ákvörðun PFS varðandi úttekt á öryggisskipulagi Farice ehf.
Nánar
Þjónusta Farice ehf. byggir á aðgangi að framangreindum strengjum og eru fjarskiptafélög, gagnaver, skýjaþjónustur og stærri fyrirtæki hér á landi í hópi viðskiptavina félagsins. Þjónusta Farice ehf. gegnir lykilhlutverki við veitingu almennrar fjarskiptaþjónustu hér á landi. Virkni og öryggi ljósleiðarastrengjanna er því gríðarlega mikilvæg fyrir hagsmuni landsins og allra landsmanna.