Fréttasafn
18. febrúar 2022
Niðurstaða úttektar á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans innan OR samstæðunnar
Nánar
Með ákvörðun nr. 1/2022 birtir Fjarskiptastofa (FST) niðurstöðu sína varðandi framkvæmd á fjárhagslegum aðskilnaði Ljósleiðarans ehf. innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR).
16. febrúar 2022
Fyrirhuguð skammtímaúthlutun til Sýnar á D3600 MHz tíðniheimildinni fyrir 5G þjónustu
Nánar
Vorið 2020 úthlutaði Fjarskiptastofa (FST) tíðniheimildum á 3,6 GHz tíðnisviðinu fyrir 5G farnetsþjónustu til þriggja starfandi 4G farnetsrekenda að undangengnu almennu og opnu samráði. Þetta voru fjarskiptafyrirtækin: Nova ehf., Síminn hf. og Sýn hf.
15. febrúar 2022
Samráð um áætlun um lokun GSM (2G) og 3G þjónustu
Nánar
Farsnetslausnir sem kenndar eru við GSM (2G) og 3G eru komnar til ára sinna og nýjar tæknilausnir eru tilbúnar til að taka við hlutverki þeirra. Fjarskiptastofa telur að nú fari að koma að þeim tímamótum að 2G og 3G tækni víki fyrir nýrri tækni. Í flestum löndum er verið að leggja grunninn að lokun þessarar þjónustu á allra næstu árum og sums staðar er jafnvel búið að loka henni.
10. febrúar 2022
Fjarskiptastofa kallar eftir samráði um heildsölugjaldskrá Mílu fyrir aðgang að afriðlabúnaði
Nánar
Fjarskiptastofa hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðgang að afriðlabúnaði (48 V) í tækjahúsum fyrirtækisins.
10. febrúar 2022
Fyrirhuguð úthlutun á 700 MHz tíðniheimild til Öryggisfjarskipta fyrir háhraða neyðarfjarskiptanet
Nánar
Útbreiðsla háhraða farnetsþjónustu nær nú til nánast allra heimila landsins og vinnustaða sem eru með heilsárs atvinnustarfsemi.
6. janúar 2022
Leiðbeinandi tilmæli um frágang umsagna hagaðila í tengslum við markaðsgreiningar
Nánar
4. janúar 2022
Tilmæli frá netöryggissveitinni CERT-IS til notenda fjarskjáborðsþjónustu (Remote Desktop)
Nánar
CERT-IS sendir tilmæli til allra sem keyra fjarskjáborðsþjónustu að fara yfir og herða eldveggjareglur og breyta lykilorðum þeirra aðganga sem hafa réttindi kerfisstjóra.
3. janúar 2022
Vegna frétta frá Bandaríkjunum um að 5G hafi áhrif á hæðarmæla í flugvélum
Nánar
Undanfarið hafa birst fréttir um að stærstu flugfélög BNA hafi farið fram á að innleiðingu 5G þar í landi verði frestað vegna truflana á flughæðarmæla flugvéla frá 5G sendum. Fjarskiptastofa hefur verið að skoða þetta síðan seint á árinu 2020 og hefur m.a. verið í sambandi við Samgöngustofu, Isavia og fleiri aðila út af þessu.