Fréttasafn
26. maí 2020
Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvö ný störf - Umsóknarfrestur er til 4. júní.
Nánar
PFS auglýsir eftir starfsfólki í 2 nýjar stöður, í netöryggissveit PFS annars vegar og hins vegar í lögfræðideild stofnunarinnar.
18. maí 2020
Óskað er eftir athugasemdum hagsmunaaðila, ef einhverjar eru, vegna tilkynningar Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá um magnpóst
Nánar
Íslandspóstur ohf. hefur um árabil boðið upp á sérstaka afsláttargjaldskrá fyrir magnpósts. Með tilkynningu, dags. 12. maí sl. tilkynnti fyrirtækið um breytingar á þeim afsláttarkjörum sem í gildi hafa verið frá því á árinu 2012 um magnpóst. Áætlar ÍSP að breytingarnar taki gildi þann 1. september 2020.
14. maí 2020
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum - Tölfræðiskýrsla PFS fyrir árið 2019 komin út
Nánar
Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út.
14. maí 2020
Ný tilkynningagátt um öryggisatvik hefur verið opnuð
Nánar
Gáttin, oryggisbrestur.island.is, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, opnaði með formlegum hætti í dag, mun auðvelda tilkynningar fyrirtækja og stofnana um öryggisatvik í rekstri þeirra. Gáttin er samvinnuverkefni Persónuverndar, Póst- og fjarskiptastofnunar/CERT-IS og Lögreglunnar undir forystu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
6. maí 2020
Óskýrleiki um hvenær aukaþráður innanhússfjarskiptalagna getur talist vera ónothæfur – Ákvörðun PFS felld úr gildi að hluta
Nánar
Að áliti ÚFP eru reglur um innanhússfjarskiptalagnir ekki skýrar um það hvenær laus aukaþráður innanhússfjarskiptalagna sé ónothæfur vegna skemmda eða ónógrar lengdar. Taldi ÚFP tilefni fyrir PFS að taka reglurnar til endurskoðunar hvað þetta varðar.
30. apríl 2020
PFS kallar eftir samráði um markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang og miðlægan aðgang með fasttengingu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur.
30. apríl 2020
PFS úthlutar 5G tíðniheimildum – 5G væðing þéttbýliskjarna á landsbyggðinni
Nánar
Í dag úthlutaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) tíðniheimildum til að veita 5G þjónustu á 3,6 GHz tíðnisviðinu. Heimildunum er úthlutað til núverandi farnetsfyrirtækja sem m.a. starfrækja 4G farnet, þ.e. Símans hf. Sýnar hf. (Vodafone) og Nova ehf. sbr. samráð um forsendur úthlutunarinnar sem PFS efndi til undir lok síðasta árs.
29. apríl 2020
CERT-ÍS hefur gert samkomulag við Have I Been Pwned? (HIBP) sem felur í sér aðgang að gagnabanka HIBP
Nánar
CERT-ÍS hefur gert samkomulag við Have I Been Pwned? (HIBP) sem felur í sér aðgang að gagnabanka HIBP með sjálfvirkri vöktun á lénum sem eru í eigu hins opinbera.