Fréttasafn
23. nóvember 2016
Samráð um skilmála viðmiðunartilboðs um aðgang að leigulínum
Nánar
Þann 16. ágúst sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um skilmála viðmiðunartilboðs Mílu um aðgang að leigulínum í heildsölu. Engar athugasemdir bárust frá markaðsaðilum.
23. nóvember 2016
Útburður póstsendinga vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamninga á milli ASÍ og SA í samræmi við ákvæði laga um póstþjónustu
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun nr. 18/2016, um framkvæmd útburðar Íslandspósts (ÍSP), vegna kosninga um hvort félagsmenn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) samþykktu kjarasamning sem gerður hafði verið við Samtök Atvinnulífsins (SA).
22. nóvember 2016
Netöryggisæfing með innlendum aðilum haldin í dag
Nánar
Í dag stóð netöryggissveitin CERT-ÍS fyrir netöryggisæfingu með þeim innlendu aðilum sem falla undir þjónustuhóp sveitarinnar í samræmi við ákvæði fjarskiptalaga.
22. nóvember 2016
Bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nær til hliðrænnar myndmiðlunar
Nánar
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis að bannákvæði 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011 taki til hliðrænnar (ólínulegrar) myndmiðlunar, ekki síður en til sjónvarpsútsendinga í rauntíma (línulegrar myndmiðlunar).
22. nóvember 2016
Samráð við ESA um drög að ákvörðunum vegna greininga á mörkuðum fyrir talsímaþjónustu.
Nánar
Annars vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í föstum almennum talsímanetum, markaður nr. 1/2016. Hins vegar er um að ræða drög að ákvörðun um markaðsgreiningu á smásölumarkaði fyrir aðgang að fasta almenna talsímanetinu (Markaður 1/2008) og heildsölumarkaði fyrir upphaf símtala í fasta almenna talsímanetinu (Markaður 2/2008).
16. nóvember 2016
Samráð um númer fyrir samskipti milli tækja og hluta
Nánar
Um er að ræða það sem á ensku hefur verið kallað M2M (machine to machine) en er kallað á íslensku TíT (tæki í tæki). TíT vísar til þess þegar tæki og hlutir geta haft bein samskipti sín á milli, bæði þráðlaust og í fastlínukerfum.
10. nóvember 2016
Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum á fyrri hluta ársins 2016
Nánar
Ný tölfræðiskýrsla um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði á fyrri hluta ársins 2016.
9. nóvember 2016
Kvörtunarmáli vegna áframsendingar tölvupósts vísað frá
Nánar
Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 16/2016. Ákvörðunin varðar kvörtun einstaklings vegna þess að einkatölvupóstur sem viðkomandi sendi til annars einstaklings var áframsendur annað og endaði sem umfjöllunarefni í fjölmiðlum.